Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

miðvikudagur, ágúst 06, 2003

Ekki sátt.

Ég er í meira en meðallagi ósátt við sjálfan mig í dag. Ég var ólétt og fúl í gær og lét það bitna á allskonar fólki sem átti það barasta ekkert skilið. Ég þoli ekki að vera pirruð, það truflar lífsmunstrið mitt. Nú eiga einhverjir ættingjar mínir jafnvel eftir að flissa og vera hissa og allskonar því oft hef ég verið pirruð og geðvond í gegnum tíðina, en það er ekki þar með sagt að maður geti ekki bætt sig og sé meðvitaður um geðástand sitt. Það er með því ljótara sem ég veit að tala illa um fólk, og þá aðalega fólk sem á að teljast vinir mans og ættingjar. Við eigum öll okkar slæmu daga en við verðum samt að gæta siðferðis og mér fannst ég ganga langt út fyrir mín siðferðismörk í gær er ég hellti mér yfir manninn minn um ókosti hans og annarra.

Við brugðum okkur í ferð á Sunnudaginn og komum heim í gær. Leiðin lá í vestur og endaði í austur Barðastrandasýslu nánar tiltekið Kollafyrði nánar tiltekið í Seljalandi. Þar ræður ríkjum maður enn þéttur á velli og léttur í lund ásamt föngulegri spúsu sinni og nefnast þau hjú Don Ari og Donna Lína. Annars gistum við eigi í hans húskofa heldur í húsi Jóakims afabróður Unnsteins og Sigrúnar. Þetta var skemmtun hin mesta og sumir snýttu sér en aðrir grilluðu og enn aðrir veiddu titti. Mér fannst ægilega gaman að koma þangað því ég hef aldrei farið á sunnanverðan vestfjarðakjálkann og voru vegirnir óvenjulega góðir. Farið var með mig eins og prinsessu og fannst mér það ekkert leiðinlegt, allir gerðu allt sem í sínu valdi stóð til að gera mér lífið bærilegra. Verð ég að segja að það sem mest stóð þó upp úr var ægilegur sigur okkar Unnsteins og Evu í tríval við rokkuðum feitt og vissum bara helmikið.

Annars er ráð gert að leggja enn einu sinni land undir skóda dekk og ráðgert að fara til Reykjavíkur að fjárfesta í parketti og brauðvél fyrir allan "ríkis"auðinn. Það þarf að gera fínt fyrir seinni "frum"burðinn og svo er stefnt að því að hætta borða hvítt hveiti og því þarf maður að fá sér brauðvél. Virðist bara ekki vera hægt að kaupa brauð í dag sem hveiti er ekki í.
Nenni annars ekki fleiru í dag
Lifið heil.