Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

sunnudagur, ágúst 31, 2003

Dúllí dú!!

Jæja hef ég þá upp raust mína en hún verður því miður (fyrir dygga aðdáendur........og allan annan kvikfénað) ekki fasta gestur hér því ég ég á ótrúlega bágt með að sitja lengi við tölvuna. Vegna bumbu stærðar á ég einnig erfitt með að ná niður á lyklaborðið og vegna brjóstastærðar get ég ekki sett hendurnar nógu vel saman til þess að pikka og á ég þess vegna erfitt með að pikka alla stafina sem eru staðsettir í miðju lyklaborðsins. Því kem ég því hér með til skila að ég á eftir að vera með mjög strjál skrif þangað til að bumbulína er fædd, sem vonandi verður sem fyrst því yours truly er farin að minna ískyggilega mikið á búrhveli. Annars er ég að brjálast hér heima hjá mér því ég má ekkert gera eins og fyrr hefur komið fram en nú er Sveinn minn farinn að vinna næstum alla daga og vinnumennirnir komnir í skólann og ég er bara eins og Skrámur og sit í flugnaskít og drasli upp fyrir haus, og án efa mun ég fljótlega feta í fótspor mömmu hans (Skráms) og fara á hæli, þar að segja ef elskulegir ættingjar mínir fara ekki að koma í heimsókn með tuskurnar sínar og þurrka af veggjum og hillum um leið og ég færi þeim kaffi í krús........ já þetta er ekki svo vitlaus hugmynd ég ætti bara að setja inngönguskilyrði þannig að engin fái að koma hér inn nema að þrifa eins og einn vegg og eitt gólf. I´m so brilllllllllljant!

Jæja ég er farin að iða sem merkir að ég þurfi að fara að standa upp og hreyfa mig. Bið að heilsa í bili
Lifið heil