Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

föstudagur, september 12, 2003

Stundum getur manni blöskrað!

Ég er svo ekki sammála gettóvini mínum og afkomanda nágranna míns. Hann ritar um bölið í heiminum en hann er bara ekki að kenna réttu fólki um hlutina. Hann segir að 11 september sé hin fyrsti dagur í versnandi heimi (eða svo gott sem) Sko í fyrsta lagi þá hefur heimurinn versnað smá saman síðan að mannskepnan kom niður úr trjánum og í öðru lagi hvernig í ands. er hægt að segja að það hafi verið í eigingirni og hræðslu við hina vestrænumenningu sem þessar byggingaskruddur voru sprengdar niður? Og hvernig er hægt að fullyrða það að okkar "frábæra" vestræna menning sé betri en þeirra? Ég skal segja ykkur eitt þetta fólk var löngu farið að skrifa og lesa og hefja framkvæmdir sem svipa til framkvæmda okkar í dag meðan hinn "fullkomni" vesturlandabúi vissi vart hvað hús var eða hvað þá annað. Ég get aldrei verið sammála því að láta hinn smæsta þjást og drepa saklaust fólk en maður spyr sig hvað marga sakleysingja hafa Bandaríkjamenn drepið með óþarfa stríði og afskiptasemi? T.d. í Víetnam þar sem Bandaríkja menn ráðast inn í land sem á stríði við einhverja (ég veit ekki einu sinni hverja) og fara að skipta sér af. Þeir drepa allt kvikt hvort sem það eru börn, fullorðnir, konur, gamalmenni, eða hermenn. Þeir nauðga konum, eða gefa þeim innantóm loforð um að giftast þeim og maður veit ekki hvað og hvað, en halda svo heim að stríði "loknu" og hlæja að öllu saman. Þannig að í dag er heil kynslóð í víetnam sem hefur verið pínd og svívirt í uppvexti sínum og veit í flestum tilfellum ekki hverjir foreldra þeirra eru, að minnsta kosti ekki feður sínir, bara fyrir það eitt að Bandaríkjamaður kom og nauðgaði mömmu þeirra eða gaf henni loforð um að giftast henni gegn því að fá að sofa hjá henni.
Og hvað með innrásina í Írak. Þessir flottu folar frá Ameríku koma og "frelsa" Írösku þjóðina frá ódáminum Saddam Hussein og allt í gert í nafni frelsi bræðralags og maður veit ekki hvað og hvað og gæti gubbað yfir væmninni. Og auðvita fattar það enginn að tilgangurinn er bara að gera eina flotta, heita, ríka, olíuborna Bandarískanýlendu. "Komið strákar sjúgum upp olíuna þeirra og síðan mega þeir eiga sig". Þetta hefur Bush sennilega sagt við félaga sína í Texas, og almenningi er haldið svo heimskum í Bandaríkjunum að það fattar ekki einu sinni að þetta sé svívirða og fullt af saklausu fólk lét lífið í sprengju árásum í Írak, og það fattar ekki einu sinni að vera reitt þegar Bush kemur fram og segir því í eigin persónu að þessi ferð til Írak sem kostaði almenning milljónir var einungis farin til að ná í smá olíu svo félagar hans í Texas gætu haldið heimsmarkaðsverði uppi á þessari yndislegu náttúruafurð. Því er alveg sama því Saddam og Osama eru örugglega bræður í það minnsta mágar og þekkjast vel og hafa makkað saman í aldaraðir um að koma Bandaríkjamönnum fyrir kattanef. Svo stappar það niður fótunum og klappar saman höndunum af gleði þegar hin vestrænasiðmenning vinnur loksins með því að slátra sonum Saddams og ekki bara sonum hans heldur börnunum þeirra ömmu og konunum, og þvílíkt sláturbað þeir eru óþekkjanlegir á eftir þeir eru svo sundurskotnir. Ég bara spyr á að halda í þessa menningu, er það þetta sem við viljum leiða inn í hin fornu austurlönd?
Spáið í því
Lifið heil.

þriðjudagur, september 09, 2003

Taka tvö

Jæja nú eru liðnar nokkrar stundir síðan að ég sat hér þannig að ég ætti að geta párað eitthvað með lyklaborðinu. Komin í nýjan brjóstahaldara þannig að ég á betra með að pikka en öndunin er ekki góð.....þ.e. brjóstin eru að kæfa mig!

Eins og ég sagði áðan þá var ég búin að skrifa alveg brilla vel en tölvan át allt draslið (feita tölva). Ég ætla nú samt ekki að feta í fótspor risans og endurskrifapistilinn eftir minni þar sem ég hef minni á við gullfisk ömmu dauðans. (útfærist sem mjög, mjög, mjög slæmt minni) Ég er t.d. alls ekki jafn kát og ég var áðan því nú er ég búin að hanga alein, án nokkurs símtals frá bókasölumanni hvað þá meira, alveg síðan áðan, þ.e. frá hádeigi. Fólk virðist almennt bara ekki vita af mér, muna ekki eftir mér, eða bara vera slétt sama um leiðann minn. Ég vorkenni sjálfri mér óskaplega svo mikið að annað eins hefur bara ekki sést hér sunnan heiða (daglegt brauð fyrir norðan þeir eru alltaf að væla yfir einhverju!!!)

Annars var ég nú í horfna pistlinum að dásama manninn minn. Hann Sveinki boy hefur BARA verið tveggja manna maki nú alveg síðan vinnuþrælarnir hurfu í skólann. Samt er þessi elska að vinna 6 daga vikunar, algert ofurmenni. Nú er hann búinn að parketleggja ganginn hjá okkur þannig að hann varð bara óþekkjanlegur. Nú eru bara gólflistarnir eftir. Sólstofan er tilbúin einnig og vil ég því hvetja alla til að auka mér hamingju og gleðja eigið auga í leiðinni og heimsækja mig í sveitina (samt helst ekki fyrr en mamma er búin að koma vopnuð hugrekki, dugnaði og tusku).

Nú er sálfræðifrúin flutt ekki til Spánar eins og til stóð nei nei það varð að fara eins og þrem krummaskuðum lengra og enduðu þau skötuhjú á Þingeyri þar sem þau kenna æskueyrarinnar (þessum 3 börnum sem þar búa) að reikna og lesa og eitthvað slíkt. Sem fyrr ræðst hún Sigrún mín ekki á garðann þar sem hann er lægstur, ég gæti aldrei verið kennari ég myndi tapa mér í einræðinu og enda eins og Hitler forðum daga.

Nóg um það nú er að fara byrja sláturstíð og sem fyrr ligg ég fyrir með krankleika og get því ekki tekið slátur, farið í réttir eða leitað fjár míns upp um fjöll og firnindi. Ég væri alveg til í að taka slátur ég saknaði þess í vetur að eiga það ekki til þetta er einn besti matur sem fyrir finnst en ég væri samt ekki til í að borða hann með kokteilsósu eins og Kiddi Jói lýsti svo fálega. Mér finnst t.d. súrt slátur með grjónagraut alveg ógeðslega gott og fæ ég vatn í munninn þegar ég rita þetta. Kannski að ég múti mömmu til að gefa mér nokkra keppi.

Jæja rassinn aftur farinn að drepa mig
Lifið heil.
Grrrrrrrrrr

Hrikalega pirruð var búin að skrifa ógeðslega fyndinn og skemmtilegann pistill sem talvan mín át eða eitthvað og nú er rassinn á mér orðin að mauki þannig að ég get ekki skrifað meir!