Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

miðvikudagur, september 24, 2003

Baby stuff

Ég og minn eðalmand brugðum undir okkur öllum fótunum og drifum okkur í höfuðstaðinn í gær til að fjárfesta í allskyns barna dóti. Settum við hraða met og náðum góðum millitíma en eyddum kannski helst til mikið. Nú get ég farið að þvo barnaföt og dúllað mér í því að raða í fallegu kommóðuna sem fjárfest var í, manninum fanst hún nú helst til væmin með hjartahöldum, en það var engu tauti við mína komið. Einnig var drifinn heim þar til gerður barnastóll ætlaður í flutninga á ungviði en við vorum sniðug þar við bara leigðum hann, mun pragtískara. Aldraðri móður minni fannst nú við vera eitthvað snemma í þessu öllu saman en mér var alveg sama um það ég er hvort sem er búin að ákveða það að þetta barn á að koma mun fyrr í heiminn en læknarnir vilja meina og þá er nú betra að vera komin með allt klárt. Annars ætlar þessi elska (það er að segja móðir mín) að koma í þrif ferð á morgun og skúra og skrúbba og bóna, enda veitir víst ekki af. Ástandið er svo slæmt að ef að koma gestir þá er skellt á þá sólgleraugu svo þeir sjái ekki flugnaskítinn á veggjunum og drulluklessurnar á gólfunum, og svo er brennt ilmkerti í tonnatali til að fela skítalyktina. jæja verð víst að fara að sækja afkvæmið á leikskólann
Lifið heil.