Take me home, contry roed.
Merkilegt hvað veghel. getur verið slæmt hingað heim til míns eðals slots. Vegagerðinni er alveg sama, ráðherra er alveg sama já öllum heiminum virðist vera alveg sama nema okkur hér sem erum svo óheppin að vera ekki í náðinni hjá vegagerð ríkisins og þurfum að keyra vegna búsetu okkar þennan blessaða veg dag eftir dag. Þetta er ekki í afdölum það eru fleiri en tvær hræður sem búa hér og plús það þá er hér sumarbústaða byggð sem bætist við hin 8 lögbýlin hér á þessum afleggjara okkar. Þetta fólk sem býr hér á þessum spotta er á öllum aldri (frá 3 - 78 ára) það gegnir hinum ýmsustu vinnum og á það eitt sameiginlegt að þrjóskast við að búa hér í sveitasælunni. En það er svo merkilegt að af þeim sem vinna (sem eru allir nema ég og aldraður nágrannakallinn) þá eru 80 % sem vinna niðrí Borgarnesi og þurfa því að keyra vegspottann minnst tvisvar á dag. Og þó svo að ég og nágrannakarlinn vinnum ekki þá keyrum við bæði þennan veg oft í viku og stundum oft á dag. Og mér er bara spurn þurfum við ekki líka að borga vegaskatt? Eru allir skattpeningar okkar landsbyggðafólksins að fara í að steypa upp Reykjavík? Hvernig stendur á því að sá sem býr í Breiðholti á rétt á því að keyra heim til sín á sléttum og fallegum vegi og jafnvel hafa nokkrar leiðir til vals svona eftir skapi og hvar hann sé staddur í höfuðborginni en landsbyggðamaðurinn á hann ekkert val? Kostar bensínið okkar eitthvað minna? Erum við ekki að borga jafn háa prósentu af því til vegagerðar og Breiðhylltingurinn? Af hverju fæ ég sem dreyfbílistútta bara einbreiðan, drullusettan,þvottabrettis,slysagildruveg, en Reykvíkingurinn malbikaðann,þriggja akreina, ljósumpríddann, undirgangnasettannveg? Og afhverju er vegagerðinni sama um mig en ekki Breiðhylltinginn? Af hverju kemur ráðherra ekki skríðandi á fjórum fótum biðjandi mig afsökunar og lofar að breyta veginum mínum eins og hann gerði við Breiðhylltinginn? Er samgönguráðherra bjáni? Er vegagerðin aumingi? Nei ég held ekki (þó svo samgönguráðherra sé sjálfstæðismaður) þeim er bara alveg sama því þeir þurfa ekki að keyra hér oft á dag um þennan vegspotta, þeir þurfa ekki heldur að keyra um hundruða annarra vegspotta styttri sem lengri um land allt sem glíma við sama getuleysi og vegurinn minn. Mín skilaboð eru hættið að skoða rassgatið á ykkur sjálfum og lýtið upp og sjáið reiða dreyfbílismennina sem borga það alveg sama í vegaskatt og Reykvíkingarnir.
Lifið heil.
Merkilegt hvað veghel. getur verið slæmt hingað heim til míns eðals slots. Vegagerðinni er alveg sama, ráðherra er alveg sama já öllum heiminum virðist vera alveg sama nema okkur hér sem erum svo óheppin að vera ekki í náðinni hjá vegagerð ríkisins og þurfum að keyra vegna búsetu okkar þennan blessaða veg dag eftir dag. Þetta er ekki í afdölum það eru fleiri en tvær hræður sem búa hér og plús það þá er hér sumarbústaða byggð sem bætist við hin 8 lögbýlin hér á þessum afleggjara okkar. Þetta fólk sem býr hér á þessum spotta er á öllum aldri (frá 3 - 78 ára) það gegnir hinum ýmsustu vinnum og á það eitt sameiginlegt að þrjóskast við að búa hér í sveitasælunni. En það er svo merkilegt að af þeim sem vinna (sem eru allir nema ég og aldraður nágrannakallinn) þá eru 80 % sem vinna niðrí Borgarnesi og þurfa því að keyra vegspottann minnst tvisvar á dag. Og þó svo að ég og nágrannakarlinn vinnum ekki þá keyrum við bæði þennan veg oft í viku og stundum oft á dag. Og mér er bara spurn þurfum við ekki líka að borga vegaskatt? Eru allir skattpeningar okkar landsbyggðafólksins að fara í að steypa upp Reykjavík? Hvernig stendur á því að sá sem býr í Breiðholti á rétt á því að keyra heim til sín á sléttum og fallegum vegi og jafnvel hafa nokkrar leiðir til vals svona eftir skapi og hvar hann sé staddur í höfuðborginni en landsbyggðamaðurinn á hann ekkert val? Kostar bensínið okkar eitthvað minna? Erum við ekki að borga jafn háa prósentu af því til vegagerðar og Breiðhylltingurinn? Af hverju fæ ég sem dreyfbílistútta bara einbreiðan, drullusettan,þvottabrettis,slysagildruveg, en Reykvíkingurinn malbikaðann,þriggja akreina, ljósumpríddann, undirgangnasettannveg? Og afhverju er vegagerðinni sama um mig en ekki Breiðhylltinginn? Af hverju kemur ráðherra ekki skríðandi á fjórum fótum biðjandi mig afsökunar og lofar að breyta veginum mínum eins og hann gerði við Breiðhylltinginn? Er samgönguráðherra bjáni? Er vegagerðin aumingi? Nei ég held ekki (þó svo samgönguráðherra sé sjálfstæðismaður) þeim er bara alveg sama því þeir þurfa ekki að keyra hér oft á dag um þennan vegspotta, þeir þurfa ekki heldur að keyra um hundruða annarra vegspotta styttri sem lengri um land allt sem glíma við sama getuleysi og vegurinn minn. Mín skilaboð eru hættið að skoða rassgatið á ykkur sjálfum og lýtið upp og sjáið reiða dreyfbílismennina sem borga það alveg sama í vegaskatt og Reykvíkingarnir.
Lifið heil.