Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

miðvikudagur, október 15, 2003

Auglýsing

Ég hér með auglýsi, ekki eftir húmor (þó svo að í mínu ástandi þurfi að hafa góðan og mikinn húmor til að lifa af) heldur auglýsi ég hér með eftir barni. Barn þetta kom undir á þorra, jafnvel eftir þorrablót, og hefur víst stækkað jafnt og þétt síðan. Þetta barn ku vera einstaklega frítt sýnum enda var ekkert til sparað við gerð þess og vel vandað til verka. Ekki er með fullu vitað hvers kyn þetta barn er en er þó hallast að því að þar sé hið sterkara kvenkyn á ferð. Það svarar ekki nafni enda ekki annað nafn á það komið en "litla barnið". Þetta barn hefur falið sig í að verða níu mánuði og eru eigendur þess því farnir að lengja eftir því. Hafa eigendur leitað til ímissa skottulækna og ráðgjafa en eina sem upp úr því var að hafa voru nokkrar illa teknar svart/hvítar ljósmyndir sem vægast sagt gætu hafa verið af nánast hverju sem er. Hallast þeir sérfræðingar þó að þeirri kenningu að það sé mjög rakt og heitt þar sem barnið dvelur og hafa hluthafar því ferðast vítt og breytt um hin heitari lönd án nokkurs árangurs. Hafa eigendur þó reynt að gylla fyrir barni þessu með alls konar boðum og breytingum, má þar nefna betri gólfefnum fallegri gardínum í svefnverelsi, níum fatnaði og þar til gerðum hirslum, og alls kyns breytingum og þrifum í húsakynnum þeim er stendur til að færa barnið heim í. Er það því niður staða hluthafa að eigi kunni þetta barn gott að meta ef það fer ekki að láta sjá sig á næstu dögum og munu þá skottulæknarnir og fræðingarnir svæla það út og fram með þar til gerðum tækjum og tólum.
Lifið heil.