Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

miðvikudagur, október 29, 2003

It´s a life!

Ekki dauð enn þá og ekki kominn krakki enn þá. Kenni alfarið tengdaföður mínum þar um. Hann er, eins og flestir sem til þekkja vita, framsóknarmaður. Mikill og vanskilinn sjúkdómur þar á ferð. Svo virðist að það stemmi sem vísindamenn hafa haldið að hann gangi í erfðir. Alla vega er barn mitt mjög skoðana ríkt en það bara veit ekki hvaða skoðun það á að hafa svo ríkulega (framsóknarsyndrom). Það tók upp á því á 28 viku að vilja koma í heiminn, sem er náttúrulega allt of snemmt. Sem betur fer var nú hægt að afstýra því (annað framsóknarsyndrom mjög auðvelt að fá viðkomandi til að fylgja hinum). Síðan þá var allt klárt barnið skorðað rétt með höfuðið niður og allt í gúddí en á 37 viku þegar foreldrarnir voru byrjuð að bíða eftir erfingjanum þá hætti það snarlega við og sneri sér á hvolf! Nú voru góð ráð dýr, var séð fram á að barn þetta þyrfti að taka með keisaraskurði og var strax farið að plana það og skipuleggja. Enn kom framsóknarsyndromið fram það snéri sér á nýjaleik og nú er með öllu óljóst hvernig barn þetta mun koma í heiminn. Er þó ljóst að einhverra hjálpar það þurfi við því eins og alþjóð veit getur framsóknarmaðurinn ekki gert nokkurn skapaðan hlut upp á eginn spýtur. Býst ég því til brottferðar á sjúkrahús okkar vestlendinga nú á föstudag og á þá að krukka og þukla og gá hvort litli framsóknarmaðurinn minn vilji koma út. Hvað varðar framsóknarsyndromið þá höfum við ekki miklar áhyggjur, því framsóknarmenn eru upp til hópa ákaflega gott og glatt fólk svo er aldrei að vita nema kommaskrattinn ég geti nú ekki haft einhver áhrif í uppeldinu.
Lifið heil.