Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

laugardagur, nóvember 22, 2003

Sveinn aftur
Núna eru dömurnar sofandi eftir svolítið erfiða nótt. Arndísi gékk eitthvað ílla að sjúga í gærkvöldi eða nótt. Það var e.h loft í maganum svo þetta gékk ekki vel. Eins og vanalega þá vildi hún ekki vera í vöggunni sinni og vakanði þegar hún var sett í hana. Ég fékk því ósk mína uppfylda að fá að labba um gólf í nótt með hana. Svo eftir gott rop eins og ég er marg oft búinn að sýna henni hvernig á að gera að drakk hún loksins vel og svo sofnaði hún. Það var milli 3 og 4 í nótt. Var ekkert syfjaður á meðan þessu stóð vegna þess að ég lagði mig um daginn milli 4 og 5 eða þangað til að góð kona hringdi og var að tala um eitthvað teppi sem ég skildi ekkert hvað hún var að tala um, svo þegar auminga Olla spurði hvað þetta var þá var ég mjög geðvondur. Rústaði metinu hans Raggi í að vera miglaður og geðvondur þegar maður vaknar. Tengdamamma var bara hissa á þessu hjá mér. Hún var að heimsækja Binna sem var veikur. Gott hjá henni. Binni hefur greinilega haft gott af því að fá ömmu sína í heimsókn því hann er mikið hressari. Farinn að geta lagt stofuna og herbergi sitt í rúst á nýju norðurlandameti. Langar að fara dásama sjálfan mig hvað ég er duglegur hérna heima við núna en ætla ekki að gera það (vona að Olla bloggi seina og geri það). Það var músagangur hér núna enda er kötturinn farinn til Þingeyrar. Búið að veiða eina í forstofunni okkar. Frúin var jafnvel að fara að byrja að baka á eftir. Jólin og allt það sko. Svo að lokum, mikið væri nú gaman að geta haft tækifæri til að græða svona mikla peninga eins og forstjórar kaupþings og búnaðarbanka. Kaupa á einhverja lágu gömlu gengi og hafa tryggingu fyrir því að geta seld á mikið hærra gengi.
Á sumum sviðum græðir maður ekki en er búin að græða góðan fjölskyldu í staðinn. bæó

föstudagur, nóvember 21, 2003

Hæ Hæ. Er ekki dauð enn þá en það er kominn krakki. Það er svo langt síðan að ég (núna Sveinn) skrifaði að krakkinn er löngu kominn og næstum því farinn að ganga. Krakkinn heitir Arndís Inga Sveinsdóttir sem mér finnst hljóma rosalega vel, sérstaklega Sveinsdóttir. Frúin hefur ekki haf mikinn tíma til að blogga svo að það endaði með því að ég tók þetta að mér. Í það minnsta að koma krakkanum í heiminn. Ekki gengur að láta hanan ganga með endalaus. Hún þyngist það mikið að maður sér hana næstum því stækka. Stóra bróður finnst bara gaman að vera kominn með litla systir og finnst voða gaman að halda á henni. Því miður getur hann það ekki núna því hann er veikur. Með einhverja fjandans pest. Í fyrrinótt var hann mest með 41,6 stiga hita. Einhverjir hefðu nú verið hálfrænulausir með svona mikinn hita en nei ekki hann Binni. Maður hefði giskað á að hann hefði verið með kanski 39 eða eitthvað svoleiðis. Sem sagt óreglulegur svefntími. GUÐ SÉ LOF FYRIR FÆÐINGARORLOF. Eitthvað fleira sniðugt, já hringdi í vegagerðina um daginn og mér var sagt að það stæði til að laga veginn næsta sumar, húrra fyrir því.
Hvað er annars að gerast með bloggið og Sigrúnu og Evu. Eru þið hættar að blogga? Já já veit að ég er að kasta steinum úr glerhúsi. Held að ég láti þetta gott heita í mínu fyrsta bloggi, kveðja frá Sveini í nafni Ollu og barnana.