Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

miðvikudagur, desember 03, 2003

Hæ Hæ
Nú er það karlinn sem skrifar. Það er helst markvert að við fórum til Reykjavíkur í gær og gekk það vonum framar nema að við eyddum alltof miklu í jólagjafir en jólin eru nú bara einu sinni á ári. Það sem stendur samt mest uppúr er hvað mér leið vel þegar leið á ferðina. Þegar ég er í Reykjavík fæ ég hausverk sem þróast síðan yfir í óleði og meðfylgjandi geðvonsku yfir því að líða illa. Ég veit ekki hvað það var sem hafið þessi áhrif, hvort það var hin rólega dóttir mín sem svaf svo til allan tímann eða vítamínin og magameðalið (sem virkaði ílla). Húsmóðir númer eitt byrjaði að baka í dag á meðan húsmóðir (faðir) númer 2 var að lyfta. Tókum upp á því í gær að slökkva á sjónvarpinu og fara bara að spila í staðinn. Stefnan er að hafa 2 sjónvarpslausa daga í viku, þriðjudaga og miðvikudaga því þá er svo arfaleiðinlegt í sjónvarpinu (að mínu mati). Bloggið hjá þér Sigrún er athyglisvert verð ég að segja. Hef ekki meira að segja núna.