Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Mikil hugarleikfimi.

Mikil hugarleikfimi hefur síðustu daga verið í gangi á mínu heimili, þá aðallega hjá mér. Eins og þeir sem til þekkja þá er ég nú ekki mikil leikfimismanneskja að öðru leiti. En ég hef sem sagt verið að hugsa mikið. Meðal annars hef ég verið að velta þessu net fyrirbæri fyrir mér, ég hef greinilega verið, eins og margur annar, of værukær hvað varðar það sem hér er prentað. Ég meina hér sit ég in the comfort of my own home og rita niður mínar hversdagslegu hugsanir og þrár, ég fer kannski ekki alveg í það að lýsa kynlífinu mínu (svona mest megnis vegna þess að ég veit að mamma og jafnvel amma hafa tapast hingað inn) en ég tala samt um allt og alla sem mér sýnist. Spái nú ekkert voðalega mikið í það hver það nú er sem er að lesa þetta og svona, bíst við að það sé þetta venjulega lið sem þekkir mann og kannski einhver sem þekkir það. En vakna svo einn morguninn bara upp með það að bróðir minn sé orðin víst eitthvað "nafn" hérna á netheimum og maður er nú víst á lista hjá honum svo allir Jónarnir og Gunnurnnar sem þekkja bróðir minn ekki neitt og hvað þá mig eru allt í einu bara farin að lesa hjá manni lýsingarnar á heimilislífinu (allt frá sláturgerðinni til brjóstagjafar mjög krassandi efni). Og ég bara hvái bara einn daginn þegar fólk sem ég þekki er bara umræðuefni hjá hinum og þessum og það oft ekkert fallegt orðalag sem þar er notað. Ég hef nú aldrei litið stórt á mig en ég meina má þá búast við því að einhver Jón sem hefur ratað inn á mína heimilislegu lítilfjörlegu bloggsíðu muni fara að tjá sig um mig og mín skrif. "Já þessi brjóstagjafa umræða hjá henni Ollu fóru mjög í taugarnar á mér hún er nú bara labbakútur og kúkalabbi og ég veit ekki hvað og hvað" Og svarið er já. ég meina ég er að skrifa á opinberum miðli og hver sá sem les mitt efni hefur rétt á því að tjá sig um það. Mér finnst fólk gleyma því svolítið þegar það er að tjá sig a netinu að netið sé fjölmiðill og við sem skrifum hér erum frétta mennirnir. Spáið í því næst ?þegar þið ætlið að fara að tala illa um Jón eða Gunnu að einmitt þau gætu verið að lesa efnið ykkar. Ég ætla svo sannarlega að huga betur að mér í framtíðinni.
Lifið heil

sunnudagur, janúar 18, 2004

Hæ aftur
Síðast blogg fór í klessu og við höfum ekki gefið okkur tíma í að laga það við vorum á kafi upp að öxlum í kjöt sem við vorum að vinna. Það er ekkert grín að úrbeina og ganga frá hálfum beljuskrokki. Gaman að leyndarmálið hjá Evu og Unnsteini sé ekki lengur leyndarmál. Kærar kveðjur frá mér til ykkar fyrir vestan því ég hitti ykkur ekkert þegar þið komuð um daginn. Nenni ekki meir núna bæ bæ.