Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Förum við þá öll til helvítis?

Oft verið að spá í þessi kirkjumál hér á landi. Nú er oftar en ekki búið að sameina hreppi og bæjarfélög svo margar kirkjur hafa af vígst á síðustu árum. Mér er spurn til hvers er verið að halda þessum kirkjum við. Af hverju er verið að eiða milljónum í að gera þær upp og halda þeim fínum og flottum, já og ekki bara kirkjunum sjálfum heldur kirkjugarðinum líka þó svo að síðasti maður sem hafi verið jarðsettur þar sé Jón Gamli á Grund sem dó 1903 og hann átti hvorki konu né börn og því öngvir ættingjar sem eru að heimsækja karlinn.? Já svo er það ekki bara þeir 2 sem eiga heima í sókninni (Gunna gamla á Hofi sem varð áttræð um daginn og eignaðist 35 börn með 46 mönnum sem öll eiga heima í Reykjavík og komu síðast í heimsókn jólin 93 og Hinrik sódó sem flutti þarna í gömlu útihúsin á Doppum á hippatímanum en er víst með Danskt ríkisfang og hefur því ekki greitt skatta hér í 20 ár enda svo sem vinnur hann ekkert)sem eru að halda þessu við onei onei onei heldur mætir þarna annað hvort vor hópur manna (frá mafíósafyrirtæki úr Hafnafirði) til að betrumbæta og gera fínt og flott og hver borgar jú nú auðvitað ríkið. Þetta er nú alveg spurning hvort sé verið að gera rétt þarna ekki að segja það að það sé ekki göfugt verkefni og hafi mikið að segja fyrir Hvergistaðarhrepp á norð ,norðsuðurhólum að hafa fallega kirkju og garð við en má nú ekki aðeins stoppa og skoða hvar annars staðar í ríkinu sé verið að skera niður í staðinn? Við sjáum til dæmis lokanir deilda og fækkun á fagfólki á heilbrigðisstofnunum. Við sjáum sveltandi fólk, húsnæðislaust á götum Reykjavíkurborgar. Við sjáum fólk sem á ekki ofan í sig og á vegna þess að börnin þeirra eru svo veik og ríkið sendir þeim bara puttann. Og fleiri og fleiri dæmi þar sem gáfulegra væri að eyða kirkju-peningunum. Svo er það nú eitt á ríkið að sjá fyrir sálarheill Íslendinga? Á ríkið að sjá til þess að við förum ekki til helvítis? Og má þá ekki líka spyrja sig á ríkið að standa í því að kenna ungviði landsins um hina Lúterskutrú? Ég er mótmælandi og er þar að leiðandi í þjóðkirkjunni en ég kæri mig ekkert um að ríkið sé að troða trúnni ofaní kokið á mér. Ég segi ríkinu kemur það ekki við hvar ég trúi, hverju ég trúi eða hvernig ég trúi og kæri ég mig ekki um það að ég greiði fyrir það að fara ekki til helvítis.!
Lifið heil


mánudagur, febrúar 16, 2004

Meira þunglyndi.

Ohh ég hata þennan árstíma með sínum umhleypingum og leiðindum. Gjörsamlega að fríka út eins og Sísí hérna um árið. Er bara að háma í mig nammi og er bara pikkföst í svínaríi. Er samt búin að ákveða að skreppa til geðlæknis og reyna að lappa eitthvað upp á efstu kúluna (þ.e. hausinn) Bara ekki fyndið hvað ég nenni ekki að vera til eitthvað. Þetta hefur ekkert að gera með það hvað ég á góðan mann eða væn börn eða geðuga tengdaforeldra, ég er einfaldlega bara fædd svona geðveik. Þessi árstími fer verst í mig þegar sólin fer aftur að hækka á lofti ég vil bara vera í myrkrinu mínu! Nenni ekki neinu merkilegt hvað heimilið þrífst samt sennilega útaf Sveini. Vorum á þorrablóti fjölskyldunnar um daginn og ég var bara veik og fúl og nennti ekkert að vera skemmtileg. Var farin að minna sjálfan mig á manneskju sem ég þekki sem tekur ekki þátt í neinu í sinni fjölskyldu nema með fýlu svip og leiðindum. Aumingja Sveinn að eiga svoleiðis konu. Fórum svo upp að Borgum í gær með matarafganga úr þorrablótinu og ég var engu betri þar. Svo er það nú eitt er að missa hárið þori varla að fara í sturtu lengur því þar fara bara heilu brúskarnir af höfðinu á mér ég er komin með skallabletti og alles. Ohh ég er svo leiðinleg að ég er að fá ógeð á sjálfri mér svo best að hætta núna.
Lifið heil.