Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

mánudagur, febrúar 23, 2004

Góðveiki=Geðveiki.

Þeir sem til mín þekkja vita flestir að ég þjáist af algengum sjúkdóm sem kallast geðhvarfasýki. Mín geðhvarfasýki er ekki á háu stigi og því þarf ég ekki að "deyfa" hana með þar til gerðu geðveikisdópi. Ég er mjög þakklát fyrir geðveikina mína og tel mig vera, ekki aðein gáfaðri en gengur og gerist, heldur opnari fyrir allskyns "furðulegheitum" einungis þökk sé geðveikinni. Ég hef ritað um það pistil áður að mér finnist geðveiki vera næsta stig fyrir neðan vitundarvakningu og því finnst mér ég vera þróaðri en ógeðveikt fólk. Að sjálfsögðu hlýst örlítil óþægindi af geðveiki maður er jú geðveikur en þegar ég er í kasti þá tala ég um að ég sé í sterku sambandi og á ég þá við að ég sé opnari fyrir samtölum við æðri verur. Mér er alveg sama þó fólki finnist ég vera skrítin og ég er ekkert gefin fyrir fólk með fordóma, ég einungis vorkenni því og hugsa þá iðjulega æi greyið mikið áttu nú eftir að þróast mikið. Eins og áður segir þá er ég mjög þakklát fyrir geðveikina mína og vil jafnvel kallana góðveiki.
Ég væri ekki sú sem ég er í dag nema fyrir hana og ég veit að ég á eftir að upplifa morgundaginn miklu skemmtilegri og innihaldsríkari út af henni. Ein geðveiki á dag kemur skapinu í lag.
Lifið heil.