Hugleiðingar Sveins (eftir Svein)
Hvað er það sem gerir okkur það sem við erum? Hvaða atvik eru það sem sitja eftir og móta okkur án þess að vitum það endilega? Málið er það að ég þjáist af einhvers konar félagsfælni. Sem lýsir sér þannig að ég get ekki borðað og mér verður óglatt plús svitaköst. Satt best að seigja mjög óþægilegt því þetta kemur mjög oft fyrir í veislum og þessháttar eða þegar það er verið að spyrja mig um mína persónulega hagi. Það sem ég er þá að velta fyrir mér af hverju er þetta svona og hvað sé hægt að gera? Mér finnst líklegast að þetta sé sálrænt og þá kemur að spurningin hvað var það sem olli þessu? Líklega er þetta veru minni í grunskóla að ¨þakka¨ því ég man fyrst eftir einhverju líku þessu þar. Það atvik sem ég hef hugsað svolítið um er þegar stelpa vildi byrja með mér en ég sagði nei það er svo lítið eftir af skólaárinu að það tekur því ekki. Svo sá ég eftir því að hafa sagt nei um leið og hún fór út úr herberginu. Ég fattaði það ekki fyrr en löngu (löngu) seina að ég hafi verið bara hræddur við hana. Það eru til fleiri svona dæmi sem ég ætla þó ekki að telja upp. Hvað verður þess valdandi að maður (strákur) verður hræddur við konur? Veit samt ekki hvort hræddur sé besta orðið en það er það sem kemst næst því. Svo í framhaldi af þessu þá hefur mig mikið dreymt þennan blessaða skóla síðan ég var þar. Mín elskulega frú vill meina að sé vegna þess að ég sé ekki búin að gera upp mínar tilfinningar við þennan skóla og því sé mig að dreyma hann svona mikið, undirmeðvitundin að störfum, líklega er það að einhverju leiti rétt. Þar eru nokkur leiðinda atvik en samt ekkert sem ég get tengt þessu vandamáli beint. Þá er ég allt í einu orðinn tómur. Ef einhver getur svarað þessari spurningu sem á mér brennur mikið núna AFHVERJU SITUR EITTHVAÐ EFTIR EN ANNAÐ EKKI ÁN ÞESS AÐ MAÐUR VITI HVAÐ OG HVERS VEGNA?
Hvað er það sem gerir okkur það sem við erum? Hvaða atvik eru það sem sitja eftir og móta okkur án þess að vitum það endilega? Málið er það að ég þjáist af einhvers konar félagsfælni. Sem lýsir sér þannig að ég get ekki borðað og mér verður óglatt plús svitaköst. Satt best að seigja mjög óþægilegt því þetta kemur mjög oft fyrir í veislum og þessháttar eða þegar það er verið að spyrja mig um mína persónulega hagi. Það sem ég er þá að velta fyrir mér af hverju er þetta svona og hvað sé hægt að gera? Mér finnst líklegast að þetta sé sálrænt og þá kemur að spurningin hvað var það sem olli þessu? Líklega er þetta veru minni í grunskóla að ¨þakka¨ því ég man fyrst eftir einhverju líku þessu þar. Það atvik sem ég hef hugsað svolítið um er þegar stelpa vildi byrja með mér en ég sagði nei það er svo lítið eftir af skólaárinu að það tekur því ekki. Svo sá ég eftir því að hafa sagt nei um leið og hún fór út úr herberginu. Ég fattaði það ekki fyrr en löngu (löngu) seina að ég hafi verið bara hræddur við hana. Það eru til fleiri svona dæmi sem ég ætla þó ekki að telja upp. Hvað verður þess valdandi að maður (strákur) verður hræddur við konur? Veit samt ekki hvort hræddur sé besta orðið en það er það sem kemst næst því. Svo í framhaldi af þessu þá hefur mig mikið dreymt þennan blessaða skóla síðan ég var þar. Mín elskulega frú vill meina að sé vegna þess að ég sé ekki búin að gera upp mínar tilfinningar við þennan skóla og því sé mig að dreyma hann svona mikið, undirmeðvitundin að störfum, líklega er það að einhverju leiti rétt. Þar eru nokkur leiðinda atvik en samt ekkert sem ég get tengt þessu vandamáli beint. Þá er ég allt í einu orðinn tómur. Ef einhver getur svarað þessari spurningu sem á mér brennur mikið núna AFHVERJU SITUR EITTHVAÐ EFTIR EN ANNAÐ EKKI ÁN ÞESS AÐ MAÐUR VITI HVAÐ OG HVERS VEGNA?