Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

föstudagur, mars 26, 2004

Hugleiðingar Sveins (eftir Svein)
Hvað er það sem gerir okkur það sem við erum? Hvaða atvik eru það sem sitja eftir og móta okkur án þess að vitum það endilega? Málið er það að ég þjáist af einhvers konar félagsfælni. Sem lýsir sér þannig að ég get ekki borðað og mér verður óglatt plús svitaköst. Satt best að seigja mjög óþægilegt því þetta kemur mjög oft fyrir í veislum og þessháttar eða þegar það er verið að spyrja mig um mína persónulega hagi. Það sem ég er þá að velta fyrir mér af hverju er þetta svona og hvað sé hægt að gera? Mér finnst líklegast að þetta sé sálrænt og þá kemur að spurningin hvað var það sem olli þessu? Líklega er þetta veru minni í grunskóla að ¨þakka¨ því ég man fyrst eftir einhverju líku þessu þar. Það atvik sem ég hef hugsað svolítið um er þegar stelpa vildi byrja með mér en ég sagði nei það er svo lítið eftir af skólaárinu að það tekur því ekki. Svo sá ég eftir því að hafa sagt nei um leið og hún fór út úr herberginu. Ég fattaði það ekki fyrr en löngu (löngu) seina að ég hafi verið bara hræddur við hana. Það eru til fleiri svona dæmi sem ég ætla þó ekki að telja upp. Hvað verður þess valdandi að maður (strákur) verður hræddur við konur? Veit samt ekki hvort hræddur sé besta orðið en það er það sem kemst næst því. Svo í framhaldi af þessu þá hefur mig mikið dreymt þennan blessaða skóla síðan ég var þar. Mín elskulega frú vill meina að sé vegna þess að ég sé ekki búin að gera upp mínar tilfinningar við þennan skóla og því sé mig að dreyma hann svona mikið, undirmeðvitundin að störfum, líklega er það að einhverju leiti rétt. Þar eru nokkur leiðinda atvik en samt ekkert sem ég get tengt þessu vandamáli beint. Þá er ég allt í einu orðinn tómur. Ef einhver getur svarað þessari spurningu sem á mér brennur mikið núna AFHVERJU SITUR EITTHVAÐ EFTIR EN ANNAÐ EKKI ÁN ÞESS AÐ MAÐUR VITI HVAÐ OG HVERS VEGNA?

þriðjudagur, mars 23, 2004

Meira stel.

Núna ætti ég vera að taka saman eftir baksturNPB en er náttúrulega að stelast til að segja ykkur fréttirnar. Búin að hringja í sendiráðið og kom í ljós að ég þarf að vera með framhaldsskólapróf í líffræði og efnafræði sem ég er náttúrulega EKKI með en ég er hinsvegar með grunnskólapróf í stærðfræði og ensku og meira segja með stútendspróf í ensku og það er nóg Jíbbý! Þannig að ég þarf bara að redda hinu einhvernveginn. Woohoo

Búin að baka fyrir barnaafmælið á fimmtudaginn en ætla að baka fyrir ættingjaafmælið á laugardaginn og verður það haldið sem sagt á Sunnudaginn. Þetta voru æði fínar og flotta kökur sem spruttu undan sleifinni hjá mér. Afmæliskakan er Dóra í Leitin að Nemó og svo eru amerískarbrownies og svo náttúrulega hin allra vinsælasta Rice crispies kaka og allt er þetta skreytt hjá mér eins og hugmyndaflugið leyfði (og það er nú ekki lítið skal ég segja ykkur) mömmurnar fá bara ritz kex með salati og heitan brauðrétt nenni ekkert að vera baka fyrir þær!


Á ég að sýna ykkur hvað hann Sveinn gerir stundum á kvöldin við mig!
Dutch Oven Nei bara fyndið.
Lifið heil.
Steli,stel....

Ég er að stelast til að skrifa. Í raun ætti ég að vera baka fyrir barnaafmæli sem ég ætla að hafa á fimmtudag og á sunnudag. Eða ég ætti að vera að hringja í Breska sendiráðið til að afla mér upplýsinga um skóla, eða ég ætti að vera að taka til fyrir heimsóknina frá félagsmálafulltrúanum sem ætlar að koma og skoða hjá okkur á fimmtudagsmorguninn. Sem sagt ég ætti að vera að gera hundrað aðra hluti en ég er að gera einmitt núna! Er í fínu skapi annars bara svona nett þunglynd og sé ekki draslið hjá mér sem er náttúrulega það allra besta. Hef smá áhyggjur af bróðir mínum hann er á krossgötum í lífinu og eins og oft er við svoleiðis þá vilja allir gefa honum góð ráð og öllum finnst heimskulegt sem hann er að spá í og svona. Ég hef engin góð ráð handa honum brósa mínum nema bara að fylgja hjartanu og trúa að góðir hlutir gerast hægt. Það sem virkaði fyrir mig á mínum enn til stærstu krossgötum sem ég hef komið að í mínu lífi var að setjast niður og hugsa hætta bara öllu í smá stund og kúpla sig frá öllu og bara leifa sér að gera ekkert (eða kannski ekki alveg ekkert ég varð heimavinnandi) og núna 1 og 1/2 ári seinna veit ég uppá hár hvernig ég vil haga mínu lífi og hvert ég vil fara og hvað ég vil stefna á. Ég geri mér auðvita grein fyrir því að fæstir hafa bara hreinlega efni á því að setjast bara niður og hugsa í 1 og 1/2 ár en ég er líka ekkert að halda því fram að mínar aðferðir virki fyrir neinn nema mig. Jæja ætla að fara að hringja í Breskasendiráðið (verst að bróðir minn gat ekki verið í vinnu þar) læt ykkur vita hvernig fer!
Lifið heil.

sunnudagur, mars 21, 2004

You are Neo
You are Neo, from "The Matrix." You
display a perfect fusion of heroism and
compassion.


What Matrix Persona Are You?
brought to you by Quizilla
Heartbeat
Svona sé ég Svein. Bara kúl þar sem Neo er bara sexyest
You are the Oracle-
You are The Oracle, from "The Matrix."
Wise, kind, honest- is there anything slightly
negative about you? You are genuinely
supportive of others. Careful not to let people
take advantage of you, though.


What Matrix Persona Are You?
brought to you by Quizilla

Svona sér Sveinn mig. Bara nokkuð gamanHeart Glasses