Góðan daginn gamla grá skóla hús.....
Miklar innri pælingar í gangi, eins og alltaf, er að spá í alla þessa náms möguleika. Núna er ég búin að finna eitt enn námið sem mig langar svo að skoða og það er búnámið á Hvanneyri. Þar er mikil líffræði (eins og ég þarf að taka ef ég ætla í grasalækningarnar) og svo bý ég nú í sveit og hyggst ekkert breyta því í komandi framtíð. Kannski ég kynni mér það eitthvað, plús þar er boðið upp á fjarnám (af því ég er nú svo langt í burtu) og svo er stutt að fara ef ég hef einhverjar spurningar. Jafnvel kannski sest ég bara alveg á skólabekk í haust og stunda bara fullt nám frá Hvanneyri....hver veit. Þetta er allt svo spennandi en jafnframt svo hræðilegt og ég er drullunerfus yfir þessu öllu held að ég geti þetta ekkert og allt þar fram eftir götunum. En, en, en góðir hálsar það þýðir ekkert að væla eins og gömul kerling upp í sveit (veit reyndar ekki til þess að þær væli neitt sérstaklega mikið, nema þá ég) eitthvað meira vil ég fá út úr lífinu það er alveg á hreinu.
Sigrún mín er endurheimt úr afdölum vestfjarðakjálkans og hittumst við aðeins í gær en hún hyggst ætla að koma í heimsókn í dag og er það vel því ég þarf mikið að tala um "kerlinga" hlutina okkar, sem engin kann að ræða nema ég og Sigrún. Já við Sveinn brugðum undir okkur betrifætinum (sem er sá í miðið hjá Sveini) og skelltum okkur í skóflustungu að nýu íbúðarhúsi sem á að rísa á Ferjubakka IV. Hefur það umrót fengið nafnið Krummahólar og munu því komandi ábúendur flytja úr Bakkahverfinu yfir í Hólahverfið. Þetta var svaka veisla og var vel veitt þar af góðu bakkelsi og fljótandi veigum með. Margt var um manninn en einstaka kona var þó þar líka. Þetta fór allt saman prúðmannlega fram og þökkum við hjónleysi hér með fyrir oss. Eftir svo þessa veislu drifum við okkur í aðra sem var haldin á Óðalsbýlinu Borgum. Þar stóð Brynjar nokkur Halldór (eldri) sveittur við eldamennsku og galdraði þar fram af sinni alkunnu eldamennskusnilld dýrindis læri með brúnuðum kartöflum og grænmeti, þessu var svo skolað niður með ekta blávatni úr landi Borga en er hver nú að verða seinastur að nota sér þann eðal drukk því plön eru um að leggja kaldavatns leiðslu þarna þá væntanlega ættað úr Borgarnesi. Fórum við þaðan svo södd og sæl og drifum okkur heim í ból.
Ég var búin að liggja í flensu síðan á mánudagskvöld en taldi mig nú orðna nokkuð góða (alla vega nógu góða) fyrir þessa reisu okkar í gær, en það hefur víst ekki verið því hún hefur tekið sig upp aftur og sit ég því hér fyrir framan tengdamömmutölfuskryflið með bréf í hvorri nös svo lyklaborðið klístrist ekki saman af hor. Svo gelti ég af hósta eins og gamall smalahundur og kveftárin leka úr augunum. En mér finnst þetta hið besta mál (fyrir náttúrulega utan að vera veik) því þetta er vorboði, því hvert einasta vor fæ ég kvef svo sumarið hlýtur bara að vera á næstu grösum.
Lifið heil.
Miklar innri pælingar í gangi, eins og alltaf, er að spá í alla þessa náms möguleika. Núna er ég búin að finna eitt enn námið sem mig langar svo að skoða og það er búnámið á Hvanneyri. Þar er mikil líffræði (eins og ég þarf að taka ef ég ætla í grasalækningarnar) og svo bý ég nú í sveit og hyggst ekkert breyta því í komandi framtíð. Kannski ég kynni mér það eitthvað, plús þar er boðið upp á fjarnám (af því ég er nú svo langt í burtu) og svo er stutt að fara ef ég hef einhverjar spurningar. Jafnvel kannski sest ég bara alveg á skólabekk í haust og stunda bara fullt nám frá Hvanneyri....hver veit. Þetta er allt svo spennandi en jafnframt svo hræðilegt og ég er drullunerfus yfir þessu öllu held að ég geti þetta ekkert og allt þar fram eftir götunum. En, en, en góðir hálsar það þýðir ekkert að væla eins og gömul kerling upp í sveit (veit reyndar ekki til þess að þær væli neitt sérstaklega mikið, nema þá ég) eitthvað meira vil ég fá út úr lífinu það er alveg á hreinu.
Sigrún mín er endurheimt úr afdölum vestfjarðakjálkans og hittumst við aðeins í gær en hún hyggst ætla að koma í heimsókn í dag og er það vel því ég þarf mikið að tala um "kerlinga" hlutina okkar, sem engin kann að ræða nema ég og Sigrún. Já við Sveinn brugðum undir okkur betrifætinum (sem er sá í miðið hjá Sveini) og skelltum okkur í skóflustungu að nýu íbúðarhúsi sem á að rísa á Ferjubakka IV. Hefur það umrót fengið nafnið Krummahólar og munu því komandi ábúendur flytja úr Bakkahverfinu yfir í Hólahverfið. Þetta var svaka veisla og var vel veitt þar af góðu bakkelsi og fljótandi veigum með. Margt var um manninn en einstaka kona var þó þar líka. Þetta fór allt saman prúðmannlega fram og þökkum við hjónleysi hér með fyrir oss. Eftir svo þessa veislu drifum við okkur í aðra sem var haldin á Óðalsbýlinu Borgum. Þar stóð Brynjar nokkur Halldór (eldri) sveittur við eldamennsku og galdraði þar fram af sinni alkunnu eldamennskusnilld dýrindis læri með brúnuðum kartöflum og grænmeti, þessu var svo skolað niður með ekta blávatni úr landi Borga en er hver nú að verða seinastur að nota sér þann eðal drukk því plön eru um að leggja kaldavatns leiðslu þarna þá væntanlega ættað úr Borgarnesi. Fórum við þaðan svo södd og sæl og drifum okkur heim í ból.
Ég var búin að liggja í flensu síðan á mánudagskvöld en taldi mig nú orðna nokkuð góða (alla vega nógu góða) fyrir þessa reisu okkar í gær, en það hefur víst ekki verið því hún hefur tekið sig upp aftur og sit ég því hér fyrir framan tengdamömmutölfuskryflið með bréf í hvorri nös svo lyklaborðið klístrist ekki saman af hor. Svo gelti ég af hósta eins og gamall smalahundur og kveftárin leka úr augunum. En mér finnst þetta hið besta mál (fyrir náttúrulega utan að vera veik) því þetta er vorboði, því hvert einasta vor fæ ég kvef svo sumarið hlýtur bara að vera á næstu grösum.
Lifið heil.