Ó blessuð vertu sumarsól.
Æðislegt veður úti. Fórum og viðriðum (erum svo mikil viðrini) okkur hjónaleysin og sprikkluðumst út í ráðagerði með smá viðkomu í fjárhúsum og fjósi. Svo lítið rok en yndisleg sól og sumarilmur í lofti. Fór svo út á snúru áðan og var ekkert að flýta mér neitt því að ég unni mér svo vel við að hlusta á ástarkvak fuglanna. ER ekki annað hægt en að vera í góðu skapi í svona veðri. Flensan er á undanhaldi og allt er bjart og tært framundan.
Elskulegur stóri bróðir minn setti inn kommenta kerfi fyrir mig um daginn. Fólk er nú ekkert að kommenta í umvörpum enda svo sem ekki von hvað er svo sem hægt að segja um mínar pælingar, ég mein ég breyti mér ekkert þó svo þið séuð eitthvað að væla um að þetta sé ekki nógu skemmtilegt hjá mér.
Var að byrja á öðru bloggi er nú ekki alveg tilbúin að gefa upp slóðina þangað enn þá en mun gera það seinna meir. Sú vefbók fjallar aðallega um líkamsátakið hjá mér, sem er bæ ðe vei alltaf í gangi og gengur bara óvenju vel. Fólk er meira að segja farið að taka eftir þessu hjá mér.... sem ég skil ekki alveg því ég hef nú bara lést um 1500 grömm en ég hef svo sem misst 15,5 sentimetra.
Sigrún og Íbbinn eru komin og farin, á föstudaginn komu þær stöllur og mákonur Eva Rós og Sigrún í heimsókn sem var æði gaman og það var talað og talað og talað samt mest ég og Sigrún, Eva greyið er svo hæversk að hún kemst ekki að fyrir okkur blöðrunum. En ég fann það þá hvað ég hef mikið saknað hennar Sigrúnar minnar *sniff* *sniff* en hún verður nú bráðum alkomin heim. Svo fer nú Eva bráðum að hætta að vinna og þá getur maður stundað það að sitja hjá henni og spjalla. Sé alveg fyrir mér eftir nokkur ár þegar Sigrún og Ívar verða búin að byggja að við kerlingar höngum inná hvor annarri með krakkana. Sem er náttúrulega bara gott mál.
urr ég þurfti að hlaupa í einum spreng út á snúrur því það var að byrja koma dropar og bjarga þvottinum sem hékk þar sér til þerris. En svo þegar ég er búin að rífa allt saman inn (svona mismunandi þurrt) þá er bara komin sól aftur og engin rigning, svona er að búa á Íslandi ekkert annað hvort eða heldur bara allt af öllu í einu.
Raggi ritaði hinn skemmtilegasta pistil um það að það er mismunandi hvort maður er selur eða selur kók. Var hann þar að tala um blöðrusel einn sem fór sér til skemmtunar inn í land og reyndi að húkka sér far með norðurleið norður í land. Allt varð brjálað og lögga og björgunarsveit og læknir og sjúkrabíll, og ég veit ekki hvað og hvað, var kallað til og átti að koma selnum í burt. Honum varð nú ekki um sel. Allt liðið mætti þar með spotta og veifur og átti að koma selnum í burt hann varð mjög móðgaður og sár og hét því að leggja aldrei leið sína aftur inn í Borgarvog og næst þegar hann ætlaði norður skyldi hann bara fljúga. Með það synti hann í burt. En risinn sagði að svo nokkrum dögum síðar hafði vinnufélagi hans misst dósir úti á plani og ultu þær um allt eins og dósa er vanin og hafði sá sami vinnufélagi bara mátt týna dósirnar aftur saman sjálfur án nokkurra afskipta ofan talda björgunarmanna og fannst Ragga þessum félaga sínum vera mismunað og jaðraði þetta jafnvel bara við jafnréttislög. Það er nú einu sinni þannig í þessu lífi að þeim sem hjálpina vantar er nú oft ekki hún gefin, en þeir sem óska ekkert eftir hjálp er oft hjálpað þvert ofan í sínar langanir.
Lifið heil.
Æðislegt veður úti. Fórum og viðriðum (erum svo mikil viðrini) okkur hjónaleysin og sprikkluðumst út í ráðagerði með smá viðkomu í fjárhúsum og fjósi. Svo lítið rok en yndisleg sól og sumarilmur í lofti. Fór svo út á snúru áðan og var ekkert að flýta mér neitt því að ég unni mér svo vel við að hlusta á ástarkvak fuglanna. ER ekki annað hægt en að vera í góðu skapi í svona veðri. Flensan er á undanhaldi og allt er bjart og tært framundan.
Elskulegur stóri bróðir minn setti inn kommenta kerfi fyrir mig um daginn. Fólk er nú ekkert að kommenta í umvörpum enda svo sem ekki von hvað er svo sem hægt að segja um mínar pælingar, ég mein ég breyti mér ekkert þó svo þið séuð eitthvað að væla um að þetta sé ekki nógu skemmtilegt hjá mér.
Var að byrja á öðru bloggi er nú ekki alveg tilbúin að gefa upp slóðina þangað enn þá en mun gera það seinna meir. Sú vefbók fjallar aðallega um líkamsátakið hjá mér, sem er bæ ðe vei alltaf í gangi og gengur bara óvenju vel. Fólk er meira að segja farið að taka eftir þessu hjá mér.... sem ég skil ekki alveg því ég hef nú bara lést um 1500 grömm en ég hef svo sem misst 15,5 sentimetra.
Sigrún og Íbbinn eru komin og farin, á föstudaginn komu þær stöllur og mákonur Eva Rós og Sigrún í heimsókn sem var æði gaman og það var talað og talað og talað samt mest ég og Sigrún, Eva greyið er svo hæversk að hún kemst ekki að fyrir okkur blöðrunum. En ég fann það þá hvað ég hef mikið saknað hennar Sigrúnar minnar *sniff* *sniff* en hún verður nú bráðum alkomin heim. Svo fer nú Eva bráðum að hætta að vinna og þá getur maður stundað það að sitja hjá henni og spjalla. Sé alveg fyrir mér eftir nokkur ár þegar Sigrún og Ívar verða búin að byggja að við kerlingar höngum inná hvor annarri með krakkana. Sem er náttúrulega bara gott mál.
urr ég þurfti að hlaupa í einum spreng út á snúrur því það var að byrja koma dropar og bjarga þvottinum sem hékk þar sér til þerris. En svo þegar ég er búin að rífa allt saman inn (svona mismunandi þurrt) þá er bara komin sól aftur og engin rigning, svona er að búa á Íslandi ekkert annað hvort eða heldur bara allt af öllu í einu.
Raggi ritaði hinn skemmtilegasta pistil um það að það er mismunandi hvort maður er selur eða selur kók. Var hann þar að tala um blöðrusel einn sem fór sér til skemmtunar inn í land og reyndi að húkka sér far með norðurleið norður í land. Allt varð brjálað og lögga og björgunarsveit og læknir og sjúkrabíll, og ég veit ekki hvað og hvað, var kallað til og átti að koma selnum í burt. Honum varð nú ekki um sel. Allt liðið mætti þar með spotta og veifur og átti að koma selnum í burt hann varð mjög móðgaður og sár og hét því að leggja aldrei leið sína aftur inn í Borgarvog og næst þegar hann ætlaði norður skyldi hann bara fljúga. Með það synti hann í burt. En risinn sagði að svo nokkrum dögum síðar hafði vinnufélagi hans misst dósir úti á plani og ultu þær um allt eins og dósa er vanin og hafði sá sami vinnufélagi bara mátt týna dósirnar aftur saman sjálfur án nokkurra afskipta ofan talda björgunarmanna og fannst Ragga þessum félaga sínum vera mismunað og jaðraði þetta jafnvel bara við jafnréttislög. Það er nú einu sinni þannig í þessu lífi að þeim sem hjálpina vantar er nú oft ekki hún gefin, en þeir sem óska ekkert eftir hjálp er oft hjálpað þvert ofan í sínar langanir.
Lifið heil.