Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

miðvikudagur, júní 23, 2004

Jæja
Sveinn

Nú er ég bara úrillur vegna þess að mér er illt í bakinu og þá á ég það til að verða frekar pirraður útí allt og alla. Heyskapur er svona tæplega hálfnaður, en þá vantar bara þurrk til að geta haldið áfram en grassið vantar ekki. Pabbi er nú reyndar að slá í rigningunni núna en það verður líklega snúið þegar kemur þurrkur. Börnin farinn heim og þau næstu koma 1.júlí og reyndar kemur amma þá líka svo það verður skyndileg fjölgun hér þá. Var í nuddi hjá tengdó í dag og fékk síðan köku (namm kökur). Varð síðan eitthvað leiður á því að komast ekki heim og sagðist vera að labba af stað. Það tekur nefnilega oft mjög langan tíma að komast af stað heim á þeim ágætta bæ, eins og reyndar oft í Ráðagerði. Í dag gerðist það að ég hringdi í Reyni pabba hans Ívars og bað hann um að koma og skoða húsið til að áætla kostnað við að breyta húsinu. Það er búið að rífa hjallinn og búið að fara með mest af draslinu í burtu. Keyrt á vagni í gámanna hjá Valbjarnarvöllum. Olla er að vinna ullina af rollunum okkar sem hún er búin að vera að basla við að klippa undanfarið. Það hefur gengið frekar hægt því að það er ekkert rafmagn í fjárhúsunum og Arndís er hrædd við hljóðið í klippunum og þá þarf einhver að passa hana á meðan. Held að ég hætti bara núna og segi bless.