Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Afturgangan Sveinn

Já við erum ennþá lifandi. Olla er á fullu í skólanum þ.e.a.s bændaskólanum á Hvanneyri. Hún er yfirleitt búinn í kringum 4 og síðan á hádegi á föstudögum. Börnin stækka og stækka, Arndís kominn með 5 tennur 3 í efri og tvær í neðri. Binni er með allar sínar barnatennur ennþá. Ég er orðinn heimavinnandi húsfaðir. Sé því um heimilisverkin og reyni að gera það á morgnana meðan Arndís er sofandi því þegar hún vaknar og mamma og pabbi eru kominn inn þá reyni ég að fara út og gera eitthvað. Það sem ég er að gera núna er að klára smíðaborð í skemmunni og svo er verið að fara rífa þakkið af gömlu hlöðunni á morgunn. Það átti að gera það næsta sumar en pabbi var eitthvað að labba á hlaðinu um daginn og tók eftir því að þakið það hreyfðist óþarflega mikið í vindinum. Þá tók hann tvær plötur af til að vindurinn kæmist í gegn. Svo rifum við neðstu plöturnar af og síðan á að fá Völund til að fella þakið niður á morgun.

Við erum búinn að vera á eyðslutrippi núna og keyptum bíl og tölvu. Gamli bíllinn þurfti orðið smá viðhald og okkur eða sérstaklega mig langaði í fjórhjóladrifsbíl. Tölvan sem við erum með er bara gömul og úrelt fyrir skólann.
Veit ekki hvort ég á nokkuð að vera skammast yfir kennaradeilunni því það eru örugglega allir að því svo er búið að semja. Ætla að láta þetta duga núna og hver veit nema að ég skrifa aftur einhvern tíma fyrir jól. Veit svo sem ekki hvort það les þetta einhver því að það er svo langt síðan hér var skrifað eitthvað og svo komu eiginlega enginn koment en hvað um það maður hefur gott af því að skrifa.

Kveðjur úr Ferjubakkahreppnum.
Sveinn