Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

mánudagur, apríl 04, 2005

Hitt og þetta

Það helst í fréttum að við fengum heimsókn í gær. Þar var Kristrún og Hilmar Örn á ferð. Það var bara skemmtileg að fá þau í heimsókn. Ég hef verið að rífa út úr bílskúrnum og gengur það bara ágætlega nema það er meira drasl í haughúsinu en ég hélt. Dettur svo sem ekki mikið sniðugt og enn síður gáfulegt að segja. Mér satt best að segja þessi mikli fréttaflutningur af andláti páfa. Þetta var eldgamall maður sem var kominn tími á að fara til himna, held að það sé nokkuð öruggt að hann fari þangað. Olla er enn að berjast við kvef eins og Elías og reyndar Unnsteinn líka held ég. Er að spá í að kveðja ykkur núna og er ekki víst að það komi annar pistill hér í bráð því að nú er meira að gera og ég hef ekki mikla þörf fyrir að tjá mig á þessum vetfangi núna.
bless