Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Áhugavert líf.

Vildi að ég lifði óhugnalega spennandi og áhugaverðu lífi. Sé fyrir mér blogg fyrirsagnir einsog ...."Frá toppi Everest sést til Kína!", "Sötrum vín í Bordaux", "Kínamúrinn mun lengri en hann virðist".... en þetta er ekki alveg minn raunveruleiki. Spurning hvort margur öfundi ekki mitt líf, hver veit? Spurning hvort ég væri eitthvað hamingjusamari ef ég væri heimsborgari og hefði komið í hvert krummaskuð sem heimurinn hefur upp á bjóða? Veit það ekki, efast þó um það því ég held að ég þurfi sjálf að skapa mér hamingju. Var svoldið skúffuð í vetur þegar ég komst í raun um að ég væri ófrísk aftur. Var þá í miðjum klíðum í náminu mínu og sá fyrir mér glæsta framtíð mína sem afburðarnámsmans. Sannleikurinn var aftur á móti sá að ég var að verða svoldið þreytt á náminu, ég fann mig ekki í þessum skóla þó svo námsefnið heillaði mig. Skólinn og samnemendur voru bara ekki að mínu skapi, fannst ég fjarlægjast enn meir eftir að ég gifti mig, fílaði mig gamla og oft á tíðum einmanna í náminu. Kannski hefur himnafaðirinn séð þetta og sent mér engill til að annast svo ég eyðilegði ekki alveg möguleika mína á áframhaldandi námi, þá í skóla sem ég findi mig betur í. Alla vega er ég sátt við framgöngu mála í dag og vildi ekki skipta á nokkrum hlut, þó svo það feldi í sér óhugnalega spennandi og áhugavert líf.
Verið sátt við sjálfa ykkur elskurnar.

Lifið heil