Þakkir...
Já ég hef verið í sálarransóknum núna síðustu daga. Kemur til af því að ég er að lesa bók sem heitir Líf á milli lífa og er eftir mjög virtann geðlæknir Joel L. Whitton. Hann sem sagt sérhæfir sig í dáleiðslumeðferð, og kafar svo djúpt að fólk ferðast í önnur líf sín sem hafa áhrif á það líf sem það lifir í dag. Mjög athyglisverð bók og ég hvet alla til að lesa hana.
Út frá þessum lestri fór ég að hugsa um mína eigin vankanta (sem nota bene eru þó nokkrir) og útfrá vanköntunum fór ég að hugsa um mína góðu kosti og þá vandaðist nú málið, ég nefnilega komst að því að það er mun auðveldara að hugsa um það sem miður fer og er manni til vana en það sem er gott í manni. Ég hugsaði þó stíft í marga daga og komst að því að ég hafði bara líka þó nokkra marga kosti. Þá fór ég nú að hugsa um hvernig ég gæti aukið kostina og minnkað lestina. Fann ég það út eftir smá íhugun að ég gæti notað kostina til að minnka lestina, sem dæmi þegar mig langar að vera löt og liggja fyrir með bók eða sofa þá get ég notað ímyndunaraflið, jákvæðina og dugnaðinn (sem prýðir mig í skorpum, verst að það líður oft lengi á milli skorpna) til að búa til skemmtun úr þeim verkefnum sem ég þarf að takast á við þann daginn og svo framvegis.
Og kemur þá að titli pistilsins. Einn af mínum stóru ókostum er að ég á erfitt með að taka hrósi og væntumþykju frá mínum nánustu og enn erfiðara á ég með að hrósa og sína umhyggju og þakkir til minna nánustu (ástæðan er mér ókunn, enda skiptir hún ekki máli). Því ætla ég að reyna bæta mig í þessu og fara að faðma fólk meira og hrósa því og þakka þeim fyrir allt það góða sem það hefur gert fyrir mig og síðast en ekki síst að láta þá vita að mér þyki vænt um það.
Því vil ég þakka mömmu fyrir að hringja í mig í dag bara til að spjalla og vera skemmtileg, mamma þú ert æði og mér þykir úber dúber vænt um þig.
Ég vil þakka pabba fyrir að deila með mér áhuga sínum á sauðfé (það er sameiginlegt áhugamál hjá okkur feðginum). Pabbi þú ert yndislegur og mér þykir líka úber dúber vænt um þig.
Ég vil þakka Eiríki litla bróður mínum fyrir að hafa sýnt mér þolinmæði í öll þessi ár og látið skapvonsku mína sem vind um eyru þjóta. Risa faðm og knús til þín litli bróðir og haldu áfram að vera svona frábær mér þykir rosalega vænt um þig.
Ég vil þakka litlu systur minni fyrir að vera svona góð og hlý manneskja, Margrét ég er ótrúlega stollt af þér og segi það öllum sem vilja heyra hvað þú syngur fallega og sért falleg manneskja. Mér þykir vænt um þig, krúttu mús.
Ég vil þakka stóra bróður mínum fyrir að hafa sína skoðun og segja mér, ekki bara það sem ég vil heyra, heldur það sem ég þarf að heyra. Konráð ég vona að þú finnir það sem þú leytar að, mér þykir rosa vænt um þig.
Og svo síðast en alls ekki síst vil ég þakka mínum yndislega eiginmanni fyrir allt sem við höfum gengið í gegnum saman og fyrir að gefa mér börnin okkar (bráðum þrjú). Ástin mín ég elska þig mest í heimi.
Jæja þetta var alveg 5 tisjúa pistill en mér lýður betur og nú þarf ég bara að æfa mig í að segja þetta við fólk.
Risa knús og faðm til ykkar allra
Lifið heil.
Já ég hef verið í sálarransóknum núna síðustu daga. Kemur til af því að ég er að lesa bók sem heitir Líf á milli lífa og er eftir mjög virtann geðlæknir Joel L. Whitton. Hann sem sagt sérhæfir sig í dáleiðslumeðferð, og kafar svo djúpt að fólk ferðast í önnur líf sín sem hafa áhrif á það líf sem það lifir í dag. Mjög athyglisverð bók og ég hvet alla til að lesa hana.
Út frá þessum lestri fór ég að hugsa um mína eigin vankanta (sem nota bene eru þó nokkrir) og útfrá vanköntunum fór ég að hugsa um mína góðu kosti og þá vandaðist nú málið, ég nefnilega komst að því að það er mun auðveldara að hugsa um það sem miður fer og er manni til vana en það sem er gott í manni. Ég hugsaði þó stíft í marga daga og komst að því að ég hafði bara líka þó nokkra marga kosti. Þá fór ég nú að hugsa um hvernig ég gæti aukið kostina og minnkað lestina. Fann ég það út eftir smá íhugun að ég gæti notað kostina til að minnka lestina, sem dæmi þegar mig langar að vera löt og liggja fyrir með bók eða sofa þá get ég notað ímyndunaraflið, jákvæðina og dugnaðinn (sem prýðir mig í skorpum, verst að það líður oft lengi á milli skorpna) til að búa til skemmtun úr þeim verkefnum sem ég þarf að takast á við þann daginn og svo framvegis.
Og kemur þá að titli pistilsins. Einn af mínum stóru ókostum er að ég á erfitt með að taka hrósi og væntumþykju frá mínum nánustu og enn erfiðara á ég með að hrósa og sína umhyggju og þakkir til minna nánustu (ástæðan er mér ókunn, enda skiptir hún ekki máli). Því ætla ég að reyna bæta mig í þessu og fara að faðma fólk meira og hrósa því og þakka þeim fyrir allt það góða sem það hefur gert fyrir mig og síðast en ekki síst að láta þá vita að mér þyki vænt um það.
Því vil ég þakka mömmu fyrir að hringja í mig í dag bara til að spjalla og vera skemmtileg, mamma þú ert æði og mér þykir úber dúber vænt um þig.
Ég vil þakka pabba fyrir að deila með mér áhuga sínum á sauðfé (það er sameiginlegt áhugamál hjá okkur feðginum). Pabbi þú ert yndislegur og mér þykir líka úber dúber vænt um þig.
Ég vil þakka Eiríki litla bróður mínum fyrir að hafa sýnt mér þolinmæði í öll þessi ár og látið skapvonsku mína sem vind um eyru þjóta. Risa faðm og knús til þín litli bróðir og haldu áfram að vera svona frábær mér þykir rosalega vænt um þig.
Ég vil þakka litlu systur minni fyrir að vera svona góð og hlý manneskja, Margrét ég er ótrúlega stollt af þér og segi það öllum sem vilja heyra hvað þú syngur fallega og sért falleg manneskja. Mér þykir vænt um þig, krúttu mús.
Ég vil þakka stóra bróður mínum fyrir að hafa sína skoðun og segja mér, ekki bara það sem ég vil heyra, heldur það sem ég þarf að heyra. Konráð ég vona að þú finnir það sem þú leytar að, mér þykir rosa vænt um þig.
Og svo síðast en alls ekki síst vil ég þakka mínum yndislega eiginmanni fyrir allt sem við höfum gengið í gegnum saman og fyrir að gefa mér börnin okkar (bráðum þrjú). Ástin mín ég elska þig mest í heimi.
Jæja þetta var alveg 5 tisjúa pistill en mér lýður betur og nú þarf ég bara að æfa mig í að segja þetta við fólk.
Risa knús og faðm til ykkar allra
Lifið heil.