Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

sunnudagur, október 16, 2005

Góða kvöldið (því þetta er skrifað um kvöld)
Það eru tvær vikur síðan ég fór að vinna í Borgarnesi hjá Óla Axels og það er bara gaman að vera farinn að smíða aftur. Það er búið að vera dálítið breytilegt hverjir eru að vinna þarna en það fer líklega að breytast og verða meira að gera. Síðasta vika fór dálítið í það hjá mér að koma lömbunum í sláturhús og síðan kjötinu heim aftur. Við fengum heimsókn í dag og líka í gær. Vonandi verður eitthvað áframhald á heimsóknum en þær hafa verið á lágmarki undanfarið. Kannski eins gott því að hefur stundum verið hrikaleg klóaklykt hér en það er búið að komast fyrir það, pabba tókst það fyrir rest. Nú er bara enginn afsökun fyrir að koma ekki í heimsókn.

Held að ég láti þetta duga núna.