Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

miðvikudagur, október 26, 2005

Sveinn segir halló
Það eru tveir "hlutir" sem ég þarf að koma frá mér og annað var það að við fórum til Reykjavíkur í skrín um síðustu helgi og var það mjög gaman. Það kom reyndar á óvart hvað það var gaman í kirkjunni því að presturinn var meiriháttar. Hugsaði með mér að fara í messu bara til að fara í messu sem hefur ekki gerst áður. Hitt er það að ég held að þjóðfélagið sé að fara út í vinnuæði og einhverja vitleysu, það er allt á yfirsnúning hjá öllum. Sé það fyrir mér að það séu margar fjölskyldur að fara ílla á því að fólkið sé aldrei í fríi til að sinna börnum og sjálfum sér.
Fleira var það ekki bless.
Sveinn