Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

mánudagur, desember 05, 2005

Jæja jæja

Jæja það er best að ég láti til mín kveða á eigin bloggsíðu, sem betri helmingurinn er þó búinn að yfirtaka að mestu sem gengur náttúrulega enganveginn. Alltaf þegar ég byrja að skrifa ætla ég mér að vera svo ótrúlega háfleig og heimspekileg! Held að ég sleppi því núna.
Er í ótrúlega miklu jafnvægi núna, hef það fínt og finn lítið fyrir geðveikinni, sem er varla hægt að kalla geðveiki með góðu móti lengur og fengi ég ekki inngöngu í heldrimannaklúppa á hótel Borg út á þessa geðveiki. Var sem áður brá. Kona er náttúrulega orðin svo settluð eftir að kona gifti sig, og hefur engan tíma til að vellta sér upp úr fínheitum eins og geðveiki eftir að þriðji grísinn bættist í hópinn.

Annars hlakkar mér ótrúlega til jólanna, hef ekki hlakkað svona mikið til síðan ég var bara barn. Jólasnjórinn og smytandi tilhlökkunn fimmára frumburðarins hefur náttúrulega sín áhrif, en ég held að kona finni það bara þegar skýjaðar hugmyndir geðveilunar víkja þá kynnist kona aftur þeim tilfinningum sem hafa leinst inn í skýjabólstrunum og legið í dvala í öll þessi ár. Enda er ég ótrúlega frjó (hugsar einhver með hryllingi til þess að einn enn grísinn sé að bætast við, er sem sagt ekki svoleiðis frjó) og skrifa og bý til sögur inn í mér sem aldrei fyrr.

En jæja kona má náttúrulega ekkert vera að þessu, verð að fara að gefa grísunum að snæða og koma mér svo í höfuðborgina í verslunarferð.

Þar til næst
Lifið heil