Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

fimmtudagur, mars 16, 2006


Jæja jæja

Öllu rifrildi lokið í bili, sem betur fer. Nú er farið að byggja upp af krafti og vonandi kemst mikið skrið á málin um helgina. Engin sá sér fært að koma á síðustu helgi enda gengur flensa ljósum logum um sveitina og menn lagstir hist og her. En þeir sem upp eru skriðnir ætla sér að mæta og sá fyrsti er búinn að boða komu sína eftir hádegi á morgun (sem mér til mikillar furðu er ekki elskulegur stóri bróðir minn þrátt fyrir hóstaköst mín hér í síðasta pistli). Annars er ég furðu róleg, komin með umráðin yfir þvottahúsinu, baðinu og skítainnganginum og dunda mér þar og íbúðinn hefur stækkað til muna við þessa viðbót. Er samt pínku abbó útí þá sem eru komnir með fín gólfefni og svona en mín eru á leið upp í Borgarnes as we speak, en hvenær þau komast á gólfinn er allt annar handleggur.
Iðnaðarmanna plágan er löggst yfir okkur því píparinn er búinn að svíkja okkur í viku, er alltaf á leiðinni eða kemur á morgun. Nú fer að stranda á honum þannig að Sveinn er að setja sig í stellingar til að rífast og skammast, er reyndar í æfingu eftir ruglið í Byko mönnum.

Veðurblíðan hefur verið með mesta móti síðustu daga og hef ég dundað mér í fjárhúsunum mínum í henni. Þar er að mörgu að huga og stendur hrossið mitt mér næst núna. Galsi er með henni inni núna en ég er að hugsa að skipta honum út fyrir einhvern annan því hann er svo frekur að hann slær hana bara frá og afétur hana. Er farin að langa virkilega á bak og er jafnvel að hugsa um að fjárfesta í nýjum hnakk fyrir vorið.

Lifið heil