Fram þjáðir menn í þúsund löndum...
Já Njallinn hljómar sem aldrei fyrr enda ekki ástæða til annars. Enn eru stéttir sem ekki hafa laun sem stemma stigum við tekjuþörf á Íslandi. Mér er efst í huga konur og menn sem vinna við að sinna öldruðum, sjúkum og börnum, þá er ég að tala um fólk sem hefur ekki fagmenntun. Fólk sem sinnir verkum sem eru nauðsynleg til að samfélagið starfi eðlilega. Einnig fólk sem starfar "bak við tjöldin" í þvottahúsum og eldhúsum ríkisstofnanna. Þessar stéttir hafa ekki fundið fyrir góðærinu en finna samt til í buddunni þegar fasteignagjöld hækka vegna hækkaðs fasteignaverðs. Réttlæti og sanngyrni ríkir enn ekki á Islandi þrátt fyrir að 21 öldin sé nokk á veg komin.
Hér í sveitinni eru engir verkamenn. Því förum við ekki í kröfugöngu né komum saman í baráttuanda á útifundi. Við bíðum eftir að sauðburður hefjist og eru blikur á lofti í þeim efnum, Flekka er komin með slímugaútferð og er orðin höllt sem er ávalt merki þess að stutt sé í burð hjá henni. Það er þjáðum til ró og friðar að fara í fjárhúsin og fylgjast með þessum æðrulausum skepnum sem lifa einungis fyrir okkur. Gefa okkur afkvæmi sín að hausti, ala þau að vori og fæða að sumri. Kannski að ég ætti að fara í kröfugöngu fyrir kindur landsins. Krefjast betra heys, betri húsa og ég tali nú ekki um betri fæðingaraðstöðu.
Lifið heil
Já Njallinn hljómar sem aldrei fyrr enda ekki ástæða til annars. Enn eru stéttir sem ekki hafa laun sem stemma stigum við tekjuþörf á Íslandi. Mér er efst í huga konur og menn sem vinna við að sinna öldruðum, sjúkum og börnum, þá er ég að tala um fólk sem hefur ekki fagmenntun. Fólk sem sinnir verkum sem eru nauðsynleg til að samfélagið starfi eðlilega. Einnig fólk sem starfar "bak við tjöldin" í þvottahúsum og eldhúsum ríkisstofnanna. Þessar stéttir hafa ekki fundið fyrir góðærinu en finna samt til í buddunni þegar fasteignagjöld hækka vegna hækkaðs fasteignaverðs. Réttlæti og sanngyrni ríkir enn ekki á Islandi þrátt fyrir að 21 öldin sé nokk á veg komin.
Hér í sveitinni eru engir verkamenn. Því förum við ekki í kröfugöngu né komum saman í baráttuanda á útifundi. Við bíðum eftir að sauðburður hefjist og eru blikur á lofti í þeim efnum, Flekka er komin með slímugaútferð og er orðin höllt sem er ávalt merki þess að stutt sé í burð hjá henni. Það er þjáðum til ró og friðar að fara í fjárhúsin og fylgjast með þessum æðrulausum skepnum sem lifa einungis fyrir okkur. Gefa okkur afkvæmi sín að hausti, ala þau að vori og fæða að sumri. Kannski að ég ætti að fara í kröfugöngu fyrir kindur landsins. Krefjast betra heys, betri húsa og ég tali nú ekki um betri fæðingaraðstöðu.
Lifið heil