Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

laugardagur, maí 20, 2006

Umhverfismál (rusl)
Sveinn ritar

Ég er að vinna í Borgarnesi þessa daganna og borða hádegismat á hyrnunni ásamt fullt af fólki. Maturinn er nú svona og svona en það er ekki málið. Málið snýst um hvað er gert við matinn sem fólkið borðar ekki. Hér á mínu heimili setjum við allan mat sem skemmist eða við borðum ekki í safnkassa og minnkar það ruslið umtalsvert. Það er þó nokkuð af mat sem fer í ruslið á svona stað. Því spyr ég af hverju er ekki hægt að gera það sama á svona stað? Jæja hvert á þá að ruslið? Í dag er bara einn pressugámur sem allt fer í og þó að þetta væri tekið frá þá er ekki tekið á móti svona rusli í gámaþjónustunni. Þannig ef að það væri vilji fyrir hendi á t.d hyrnunni á gera svona þá geta þeir ekki losað sig við ruslið. Það væri hægt að blanda grasi þeim garðaúrgangi sem kemur og blanda því saman og þá ertu kominn með söluvöru sem er mold.

Grænnar kveðjur frá Ferjubakka 2(Miðbæ2)
Sveinn