Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

sunnudagur, júlí 16, 2006

Barnapössun (Sveinn)
Aldrei þessu vant fór olla út en ég hef umsjón með börnunum. Hún fór á hestbak enda er meiriháttar veður. LOKSINS. Binni og sofnaði strax og Arndís fékk að fara í okkar rúm því hún vill ekki vera í sínu. Palli er hinsvegar en vakandi og því er ég inni að skrifa en ekki að gera e,h sem er bara ágætt tilbreyting. Er að hlusta á tónlist sem ég hlusta ekki oft á en finnst góð. Áðan voru það greifarnir og núna er það diskurinn úr ýmsum áttum. Það er stefnt á að flytja upp á loft um næstu helgi. Það er kannski bjartsýni að það gangi upp en að því er stefnt núna.

Bless fór að sinna Palla.

Sveinn