Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

mánudagur, ágúst 21, 2006

Dugnaðurinn að fara með mann......

Já já það er ekki að spyrja að því maður er bara svo bissý að það er ekki hægt að blogga lengur. Reyndar hefur mér sýnst að fleiri séu í þeim sporum *HÓST*Konráð*HÓST* nefni enginn nöfn :). Við erum ekki flutt en þetta er allt að koma nú er bara að spíta í lófana og klára að parketleggja og flísaleggja forstofuna og þá er nú þetta bara komið. Það hljóp kapp í húsfrúna í síðustu viku og brunaði ég til Reykjavíkur og keypti húsgögn í nýju stofurnar okkar fyrir 280 þús. var þar brúðargjöf okkar hjóna frá tengdó sem kom að góðum notum í Tekkcompaný. Veitir ekki af að vera með góða sófa því við verðum svo uppgefin eftir þessar framkvæmdir hjá okkur. Reyndar þarf píparinn að koma og tengja vatnið inn á baði og rafvirkinn að klára að ganga frá töflunni og það er nú ekki hlaupið að því að fá þá til að mæta á svæðið en við krossum putta og togum upp buxurnar og veifum okkar fallegum fótleggjum og vonum að þeir bíti á agnið.

Annars hef ég verið að ríða svoldið út og gengur það ágætlega. Merin er reyndar með ógurlega stæla við mig og hoppar og skoppar og skvettir upp rassinum þegar maður er að fara á bak en ég gef mig ekkert hún skal bara vera til friðs. Svo er henni ekki sama hver fer á eftir henni og á það til að slá til hesta fyrir aftan en annars er hún voða góð. Hún er nú bara sex vetra ég vona að hún finni aftur "gæðinga" taktana sína.

Ég hef verið að draga björg í bú með skúringum í veiðihúsinu í sumar. Ekkert voða skemmtileg vinna en gefur vel af sér og svo eru lang flestir veiðimennirnir kurteisir og hreinlátir. Auðvita er misjafn sauður í hverjum fjárhóp og þegar þetta er skrifað var ég að koma frá "kallaholli" sem koma og "veiða" og þvílíkir sóðar og bara dónalegir karlar. Ég myndi skammast mín ef ég vissi til þess að maðurinn minn myndi koma svona fram við skúringakonu upp í sveit (eða bara hvar sem er í heiminum) og ganga svona um eignir annarra. Reyndar var einn af þeim sem skammaðist sín og tók saman draslið eftir þá svo ég gæti þrifið og borgaði mér þúsundkalli meira fyrir verk sem ég ætti ekki annars að vinna.

Svo eru nú bara skólarnir að byrja, Arndís byrjaði daginn eftir frídagverslunarmanna og færðist hún yfir á morgnanna og er svolítið erfitt fyrir mína morgnunsvæfu dóttur að vakna svona snemma en þetta er allt að koma hjá henni. Binni byrjar á fimmtudaginn í 1 bekk og er mikill spenningur í gangi í bland við smá kvíða bæði hjá syni og móður. Þannig í næstu viku verðum við Palli bara ein á morgnanna og það verður ansi ljúft að komast í rútínu aftur og hafa tíma til að gera eitthvað hér heima.

Fleira ekki frásagnar vert í bili...
Lifið heil.