Takk fyrir allar góðar kveðjur
Við erum öll í einu lagi. Drengurinn fékk svolítið áfall eftir atburðinn og vill ómögulega kalla sig hetju, þannig að við komum okkur saman um að hann væri skarpur 7 ára strákur, Súpermen og þvílíkir kallar eru hetjur ;). Bara smá þrif þarf til að allt verði eins og fyrr hér heima, en þetta kennir manni að rétt viðbrögð skipta öllu máli. Binni var ný búinn að vera í eldvarnar viku í skólanum og vissi því hvað ætti að gera, grípa þann sem er næstur þér og hlaupa út. Við Sveinn vorum ný búin að láta yfirfara slökkvitækin (sem eru 6 á heimilinu, ca 2 á hvern 100 fm.) og skipti þetta tvennt sköpum. Svo gott fólk þetta getur komið fyrir hvern sem er!! Líka mann sjálfan.
Annað er í fréttum helst að sauðburður byrjað hér á bæ mjög óvænt á föstudag þegar ég fann eina þrílembu úti á túni. Heilsast móður og lömbum vel og var þetta gleðileg áminning til okkar að vorið sé á næsta leyti með sitt líf sem allstaðar kviknar. Stelkurinn er komin líka og heyrðum við fyrst í honum í blíðunni á mánudaginn síðasta, þar tísti hann sín ástarljóð í björtu kvöldinu og við Sveinn slökktum á sjónvarpinu og hjúfruðum okkur og hlustuðum ástfangin á.
Sveinn fór í gær með karli föður mínum og fleiri stórbændum hér í Borgarfirði í allsherjar (fyllerís)fjárkynningar-reisu. Var hann því ekki heima þegar atvikið átti sér stað hér í gærkvöldi. En skemmst er frá því að segja að þeir komu allir aftur og engin þeirra dó (mikið) og skemmtu þeir sér víst mjög vel og mikið. Sveini fannst þetta athyglisvert hvað aðrir fjárbændur væru að gera nýtt og sniðugt í sínum fjárhúsum og er víst að þetta nýtist okkur þegar og ef við byggjum.
Svo er víst von á fjölgun í stór fjölskyldunni segi nú ekki hjá hverjum ef ske kynni að ég mætti ekki kjafta frá (en það er alveg öruggt að það er ekki hér á þessum bæ!!) en ég vona að það gangi allt vel hjá viðkomandi og svo er alltaf svo gaman að fá nýjan einstakling í fjölskylduna :).
annað læt ég ósagt í bili
þar til næst..
Lifið heil
Annað er í fréttum helst að sauðburður byrjað hér á bæ mjög óvænt á föstudag þegar ég fann eina þrílembu úti á túni. Heilsast móður og lömbum vel og var þetta gleðileg áminning til okkar að vorið sé á næsta leyti með sitt líf sem allstaðar kviknar. Stelkurinn er komin líka og heyrðum við fyrst í honum í blíðunni á mánudaginn síðasta, þar tísti hann sín ástarljóð í björtu kvöldinu og við Sveinn slökktum á sjónvarpinu og hjúfruðum okkur og hlustuðum ástfangin á.
Sveinn fór í gær með karli föður mínum og fleiri stórbændum hér í Borgarfirði í allsherjar (fyllerís)fjárkynningar-reisu. Var hann því ekki heima þegar atvikið átti sér stað hér í gærkvöldi. En skemmst er frá því að segja að þeir komu allir aftur og engin þeirra dó (mikið) og skemmtu þeir sér víst mjög vel og mikið. Sveini fannst þetta athyglisvert hvað aðrir fjárbændur væru að gera nýtt og sniðugt í sínum fjárhúsum og er víst að þetta nýtist okkur þegar og ef við byggjum.
Svo er víst von á fjölgun í stór fjölskyldunni segi nú ekki hjá hverjum ef ske kynni að ég mætti ekki kjafta frá (en það er alveg öruggt að það er ekki hér á þessum bæ!!) en ég vona að það gangi allt vel hjá viðkomandi og svo er alltaf svo gaman að fá nýjan einstakling í fjölskylduna :).
annað læt ég ósagt í bili
þar til næst..
Lifið heil