Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

föstudagur, nóvember 30, 2007

Fyrsti dagurinn búinn...

Jæja hef haldið minn fyrsta stjórnarfund. Hann gekk bara vel og voru hlutaðeigendur sáttir. Einnig þrammaði ég um ganga þriðju hæðarinnar (eins og skrifstofur Bændasamtakana eru kallaðar oft) og knúði á dyr þeirra manna sem ég taldi geta veitt mér lið með einum eða öðrum hætti. Vita nú flestir þar innan hús að stjórnarskipti hafi orðið og eru komnir með andlit við nafnið mitt (en það er víst mjög mikilvægt í allri svona pólitík). Þetta er þvílíkur skóli að ég er að taka meira inn af þekkingu nánast með hverju símtali og hverjum tölvupósti en ég gerði á heilum vetri á skólabekk. Mannleg samskipti eru þar efst á lista og kannski í fyrsta skiptið á ævinni þarf ég virkilega að passa ekki bara hvað ég segi heldur hvernig ég segi það, svo er ég skíthrædd um að ég hafi móðgað mann og annan þar til að aðrir segja mér að þetta hafi nú verið nauðsynlegt að segja. Ég man gömlu spekina frá henni mömmu og hefur hún reynst mér best en hún er á þá leið að maður getur sagt allt sem maður vill ef maður passar að vera kurteis. Ég gagnrýndi þá harkalega og hrósaði þeim örlítið og gerði það allt með bros á vör, festu og kurteisi og held að það hafi tekist þokkalega hjá mér.
Ég kom svo heim veik úr Bændahöllinni í gær (loftið þar er svo eitrað :Þ) og ligg nú með hita og beinverki og lýður bara virkilega illa *snökt*.
Ætla að drífa mig samt að ná þessu úr mér því ég er að fara í skírn á sunnudag hjá Dóru og Hjalta og ætla sko ekki að missa af því (sjá hvort einhver hér á bæ fái nafna)!
Jæja ætla að láta þetta duga í bili af Ferjubakka-fréttum.
Lifið heil