Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

þriðjudagur, janúar 01, 2008

Nú árið er liðið í aldanaskaut

Gleðilegt nýtt ár allir saman nær sem fjær. Það hefur nú gefist fordæmi fyrir því að halda smá ársyfirlit um áramót en þar sem ég gerði það nokkurn veginn þegar ég átti afmæli 9. október síðastliðinn þá er ég ekkert að því aftur og bendi ykkur bara á að lesa þann pistil sem þið finnið í greinasafninu hér til hliðar. Hins vegar hefur sennilega sumir hápunktar ársins gerst eftir afmælið mitt og langar mig kannski örstutt að deila þeim með ykkur.

Afi minn og amma mín áttu stórafmæli nú í október og í tilefni þess héldu þau ansi mikla og stóra veislu þar sem systir mín og hennar maki voru leynigestir en þau fluttu út til Svíþjóðar í ágúst og var ótrúlega gaman að fá þau í smá heimsókn.

Á afmælisdegi dóttur minnar 3 nóvember (en hún varð fjögra ára þá) flugum við mæðgur (þ.e. ég og mamma mín ekki ég og dóttir mín) út til Danmerkur ásamt fríðu föruneyti kvenna í náms- og vetfangsferð. Er styðst að segja að þetta var einstaklega skemmtileg og fræðandi för þar sem landi og þjóð (þá aðallega bændum) voru gerð eins góð skil og komst fyrir á viku tíma.

Deginum áður þ.e. 2 nóvember var aðalfundur grasrótarhreyfingannar Lifandi Landbúnaðar haldin í Bændahöllinni öðru nafni Hótel Sögu og gaf ég þar kost á mér í stjórn samtakana og hlaut ég kosningu ásamt tveim öðrum konum þeim Katharinu Kotschote og Valgerði Auðunsdóttur. Á stjórnarfundi í lok nóvember var ég svo kosin formaður stjórnar. Hef ég haldið tvo stjórnafundi síðan og held ég að vel hafi tekist til og hlakka ég til að starfa áfram og læra meira um félagsmál bænda.

Skemmtilegt ár er að baki, var það að sumu leiti þó mjög erfitt en bar það ljósið þó í endann og uppúr stend ég sterk og hlakka ég til að lifa næsta ár og allt það sem það hefur upp á að bjóða.
Ég vona að þið öll njótið ljóss og friðar á nýju ári og verðum við vonandi í góðu bloggi áfram.
Lifið heil