Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

föstudagur, desember 19, 2008

Bachelor
Einhvern tíma hef ég horft að þá vitleysu. Var reyndar að því aðeins áðan. En er ekki eitthvað að við þessa hugmynd að láta fólk keppast um að verða ástfangið? Ef þetta er hugsað út frá karlinum þá er þetta dálítið cool. Hann fær 12 konur sem eiga að heilla hann upp úr skónum og að öllum líkindum búinn að sofa hjá flestum þeirra. Æ veit svo sem ekki hvað á að segja fleira um þetta, þetta er bara undarlegt fyrirkomulag, sem virðist vera vinsælt sjónvarpsefni en hvort þessi hjónabönd ganga veit ég ekki.
Önnur mál:
Kindurnar eru komnar í hlöðuna og er miklu betra að gefa þeim þar og ekkert vandamál með vatnið þar en ekki alveg fullkomið því þar er leiðindaraki sem þarf að losna við einhvern veginn. Æ kannski maður ætti að aulast til að taka eitthvað til fyrir jólin því morgundagurinn fer í laufabrauð og sunnudagurinn líklega í rollustúss.
Sveinn óskar öllum gleðilegra jóla.