Læri, læri, tækifæri
Jæja fór á fund í morgun með mínum eðal granna honum Unnsteini nokkrum Elíassyni. Við örkuðum bæði tvö á fund Námsstjóra Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og áttum við þar gott spjall. Ég fékk þar gott sem loforð um inngöngu þó svo formleg umsókn um skólavist af minni hálfu hafi ekki borist til þeirra góðu manna út á Hvanneyri. Mun hún, það er umsóknin, berast til þeirra trúlega á föstudag. Ég hlakka óskaplega til að hefja nám þar enda er verið að breyta öllu og fínesera námsskrána hjá þeim. Það má segja að Bændaskólinn sé að færa sig nær 21 öldinni þó svo ekki sé búið að tölvuvæða háskólaþorpið enn. Vissulega eru þó tölvur á staðnum en það er ekki gert ráð fyrir því að nemendur séu með sína eigin tölvur eins og er gert í mörgum skólum, en það stendur víst allt til bóta og á að vera búið fyrir árið 2006 að tölvuvæða allt og eiga þá allir áfangar vera komnir inn á skólanetið. Enn sem komið er þá eru bara gamaldags tölvuver eins og tíðkaðist þegar ég var í skóla. Ég er svo spennt fyrir þessu öllu að ég myndi helst vilja byrja strax í dag og er ég mest hrædd um að ég verði komin með ógeð á hugmyndinni um nám þegar að því kemur að mæta í skólann. Svo er ég líka ansi nörvis um það hvort ég standi mig, því vissulega hef ég áður hafið nám að hausti með mikilli tilhlökkun og skipulagt mig vel og svo hefur það einhvernvegin dagað uppi hjá mér. Ég vonast þó til að þetta verði öðruvísi því það er engin sem ætlast til þess af mér að ég sé að læra þetta eða ég standi mig á annað borð nema ég sjálf, og ég er einungis að gera þetta fyrir mig sjálfa því mér finnst þetta spennandi og krefjandi verkefni. Nú veit ég líka hvert mig langar til að stefna í lífinu og búin að kortleggja nokkurn veginn framtíðina hjá mér ólíkt því þegar ég var í framhaldsskóla og vissi ekkert hvert ég vildi stefna og ekkert hvað ég vildi gera með framtíðina. Ég held nefnilega að skólakerfið sé gallað á íslandi, ég tel að 15 og 16 ára krakkar séu alls ekki í statt búin til að taka lífstíðar ákvarðanir. Því tel ég að lengja eigi skildunám til 18 ára aldurs og svo geta fólk ákveðið hvort því langi í hitt og þetta nám. Eins tel ég að eigi að auka fjölbreytnina í iðnfögum í grunnskólum. Það er til fullt af frábæru iðnaðarfólki sem getur alls ekki lært bóknám og með því að miða getuna alltaf við bókina þá finnst þessu fólki að sjálfsögðu að því vegið og það brýtur niður sjálftraust þess, því í raun er skólakerfið að segja því að það sé vitlaust. Mér finnst einnig að auka eigi fjölbreytnina í listfögum því eins og með iðnina þá er einnig til fullt af fólki sem eru frábærir listamenn á allan hátt en hafa lítinn sem engan áhuga á því að læra hin og þessi tungumál eða hinar og þessar stærðfræði formúlur. Ég tel að fjölbreyta og framhaldsskólakerfið sé úrelt í sinni mynd, ég tel að það eigi að taka upp ameríska kerfið og með því að lengja skilduna til 18 ára og svo bæta einu ári við ef fólk vill fara strax í háskólanám eða klára 18 og fara þá í sérskóla (nokkurskonar framhaldsskóla) eins og til dæmis bændadeildina á Hvanneyri. Ég held líka að ríkið myndi græða á þessu því þá væri sveitafélögin að reka skólana í tvö ár til viðbótar og plús þá held ég að það væri færri einstaklingar sem væru í félagslegum vandræðum vegna þess að þeim var ýtt of snemma út í lífið. Hvað haldið þið að 15 og 16 ára krakki sé tilbúin að fara sjá kannski alfarið um sig sjálfur á heimavist? Þar sem engin fullorðin er til að leiðbeina og gæta? Mér finnst að þetta sé eitthvað sem sé vert fyrir vort Alþingi að skoða. Það er víst ábyggilegt að eitthvað vitlausara hefur runnið þar í gegn en þetta.
En aftur að námsskoðununi hjá okkur Unnsteini. Unnsteinn var þarna til að kynna sér skóræktarbrautina nýju sem á að fara af stað með í haust. Ég styð hann nágranna minn af heilum hug í því að fara í það nám, þ.e. ef hann velur það. Hann yrði þá einn af brautryðjendum á því sviði hér á Íslandi. Ég tel með slíkt nám að baki séu manni ansi margar leiðir færar í skórægt sem er að ég held framtíðin í landbúnaðinum meðal annars. Ég held að framtíðarlandbúnaður feli í sér miklu fleiri möguleika og miklu fleiri greinar en tíðkast hefur. Ef það fæst samþykkt að markaðssetja megi og heimavinna landbúnaðarvörur þá tel ég að framtíðin sé björt í landbúnaðinum. Ég nefni sem dæmi að vinna mætti úr berjum og markaðssetja allskyns sultur og drykki, eins mætti vinna og markaðssetja afurðir úr mjólk hvort sem það væri geita, kinda, kapla eða kúa mjólk, eins mætti vinna úr íslenskum jurtum bæði lyf og snyrtivörur og svona mætti lengi telja. Heimakjötvinnsla gæti reynst raunhæf kjarabót hjá mörgum bóndanum þ.e. ef hann fengi að selja afurðir sínar og markaðssetja sjálfur. Nýta mætti landið betur og græða upp mela og jafnvel gróðursetja þar trjáplöntur í nytjaskógrægt. Ég held ef maðurinn horfir aðeins til upprunans og kynni sér þau úrræði sem náttúran hefur að bjóða við ýmsum vandamálum þá mætti bæði auka heilbrigði og gæði bæði mjólkur og kjöts. Mér finnst bændur nú til dags ansi snöggir að grípa til sprautunar ef eitthvað út af ber eins viljum við húsvæða skepnurnar okkar um of. Náttúran gefur þessum yndislegu skepnum þykkan og góðan feld til þess að verjast bæði kulda og hita. Eins finnst mér alltof mikið um það að bændur ofnýti hverja skepnu fyrir sig til að fá sem mest út úr dýrinu, ég tel að með þó væri ekki nema einni fleiri skepnu getur bóndi fengið sama magn afurða og með ofkeyrslu dæminu sem nú er við lýði. Ef bændur taki til greina hvernig náttúran skapaði skepnuna og hvernig lífsmunstur sé henni eðlislægt og fylgi því er hægt að nýta skepnuna betur og viðhalda betri og meiri heilbrigði ekki bara í skepnunni heldur í líka í afurðunum sem hún gefur af sér.
Lifið heil.
Jæja fór á fund í morgun með mínum eðal granna honum Unnsteini nokkrum Elíassyni. Við örkuðum bæði tvö á fund Námsstjóra Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og áttum við þar gott spjall. Ég fékk þar gott sem loforð um inngöngu þó svo formleg umsókn um skólavist af minni hálfu hafi ekki borist til þeirra góðu manna út á Hvanneyri. Mun hún, það er umsóknin, berast til þeirra trúlega á föstudag. Ég hlakka óskaplega til að hefja nám þar enda er verið að breyta öllu og fínesera námsskrána hjá þeim. Það má segja að Bændaskólinn sé að færa sig nær 21 öldinni þó svo ekki sé búið að tölvuvæða háskólaþorpið enn. Vissulega eru þó tölvur á staðnum en það er ekki gert ráð fyrir því að nemendur séu með sína eigin tölvur eins og er gert í mörgum skólum, en það stendur víst allt til bóta og á að vera búið fyrir árið 2006 að tölvuvæða allt og eiga þá allir áfangar vera komnir inn á skólanetið. Enn sem komið er þá eru bara gamaldags tölvuver eins og tíðkaðist þegar ég var í skóla. Ég er svo spennt fyrir þessu öllu að ég myndi helst vilja byrja strax í dag og er ég mest hrædd um að ég verði komin með ógeð á hugmyndinni um nám þegar að því kemur að mæta í skólann. Svo er ég líka ansi nörvis um það hvort ég standi mig, því vissulega hef ég áður hafið nám að hausti með mikilli tilhlökkun og skipulagt mig vel og svo hefur það einhvernvegin dagað uppi hjá mér. Ég vonast þó til að þetta verði öðruvísi því það er engin sem ætlast til þess af mér að ég sé að læra þetta eða ég standi mig á annað borð nema ég sjálf, og ég er einungis að gera þetta fyrir mig sjálfa því mér finnst þetta spennandi og krefjandi verkefni. Nú veit ég líka hvert mig langar til að stefna í lífinu og búin að kortleggja nokkurn veginn framtíðina hjá mér ólíkt því þegar ég var í framhaldsskóla og vissi ekkert hvert ég vildi stefna og ekkert hvað ég vildi gera með framtíðina. Ég held nefnilega að skólakerfið sé gallað á íslandi, ég tel að 15 og 16 ára krakkar séu alls ekki í statt búin til að taka lífstíðar ákvarðanir. Því tel ég að lengja eigi skildunám til 18 ára aldurs og svo geta fólk ákveðið hvort því langi í hitt og þetta nám. Eins tel ég að eigi að auka fjölbreytnina í iðnfögum í grunnskólum. Það er til fullt af frábæru iðnaðarfólki sem getur alls ekki lært bóknám og með því að miða getuna alltaf við bókina þá finnst þessu fólki að sjálfsögðu að því vegið og það brýtur niður sjálftraust þess, því í raun er skólakerfið að segja því að það sé vitlaust. Mér finnst einnig að auka eigi fjölbreytnina í listfögum því eins og með iðnina þá er einnig til fullt af fólki sem eru frábærir listamenn á allan hátt en hafa lítinn sem engan áhuga á því að læra hin og þessi tungumál eða hinar og þessar stærðfræði formúlur. Ég tel að fjölbreyta og framhaldsskólakerfið sé úrelt í sinni mynd, ég tel að það eigi að taka upp ameríska kerfið og með því að lengja skilduna til 18 ára og svo bæta einu ári við ef fólk vill fara strax í háskólanám eða klára 18 og fara þá í sérskóla (nokkurskonar framhaldsskóla) eins og til dæmis bændadeildina á Hvanneyri. Ég held líka að ríkið myndi græða á þessu því þá væri sveitafélögin að reka skólana í tvö ár til viðbótar og plús þá held ég að það væri færri einstaklingar sem væru í félagslegum vandræðum vegna þess að þeim var ýtt of snemma út í lífið. Hvað haldið þið að 15 og 16 ára krakki sé tilbúin að fara sjá kannski alfarið um sig sjálfur á heimavist? Þar sem engin fullorðin er til að leiðbeina og gæta? Mér finnst að þetta sé eitthvað sem sé vert fyrir vort Alþingi að skoða. Það er víst ábyggilegt að eitthvað vitlausara hefur runnið þar í gegn en þetta.
En aftur að námsskoðununi hjá okkur Unnsteini. Unnsteinn var þarna til að kynna sér skóræktarbrautina nýju sem á að fara af stað með í haust. Ég styð hann nágranna minn af heilum hug í því að fara í það nám, þ.e. ef hann velur það. Hann yrði þá einn af brautryðjendum á því sviði hér á Íslandi. Ég tel með slíkt nám að baki séu manni ansi margar leiðir færar í skórægt sem er að ég held framtíðin í landbúnaðinum meðal annars. Ég held að framtíðarlandbúnaður feli í sér miklu fleiri möguleika og miklu fleiri greinar en tíðkast hefur. Ef það fæst samþykkt að markaðssetja megi og heimavinna landbúnaðarvörur þá tel ég að framtíðin sé björt í landbúnaðinum. Ég nefni sem dæmi að vinna mætti úr berjum og markaðssetja allskyns sultur og drykki, eins mætti vinna og markaðssetja afurðir úr mjólk hvort sem það væri geita, kinda, kapla eða kúa mjólk, eins mætti vinna úr íslenskum jurtum bæði lyf og snyrtivörur og svona mætti lengi telja. Heimakjötvinnsla gæti reynst raunhæf kjarabót hjá mörgum bóndanum þ.e. ef hann fengi að selja afurðir sínar og markaðssetja sjálfur. Nýta mætti landið betur og græða upp mela og jafnvel gróðursetja þar trjáplöntur í nytjaskógrægt. Ég held ef maðurinn horfir aðeins til upprunans og kynni sér þau úrræði sem náttúran hefur að bjóða við ýmsum vandamálum þá mætti bæði auka heilbrigði og gæði bæði mjólkur og kjöts. Mér finnst bændur nú til dags ansi snöggir að grípa til sprautunar ef eitthvað út af ber eins viljum við húsvæða skepnurnar okkar um of. Náttúran gefur þessum yndislegu skepnum þykkan og góðan feld til þess að verjast bæði kulda og hita. Eins finnst mér alltof mikið um það að bændur ofnýti hverja skepnu fyrir sig til að fá sem mest út úr dýrinu, ég tel að með þó væri ekki nema einni fleiri skepnu getur bóndi fengið sama magn afurða og með ofkeyrslu dæminu sem nú er við lýði. Ef bændur taki til greina hvernig náttúran skapaði skepnuna og hvernig lífsmunstur sé henni eðlislægt og fylgi því er hægt að nýta skepnuna betur og viðhalda betri og meiri heilbrigði ekki bara í skepnunni heldur í líka í afurðunum sem hún gefur af sér.
Lifið heil.