Ekki er allt fé peningar
Nei svo sannarlega ekki, ég á fullt af fé en ekki mikla peninga, verð ég þó að segja að féð mitt gefur mér meiri lífshamingju en peningar og myndi því ekki vilja skipta. En að mörgu er að hyggja þegar maður á fé og er að ávaxta því. Það þarf að hafa góða beit á sumrin og haustin, það þarf að hafa góðar slægjur svo ekki skorti neitt á viðkvæmum tímum eins og á fengieldi og sauðburði. Nú húsakosti og fleira þarf að halda vel við og endurnýja jafnvel á tímum. Þetta kostar jú allt ógrinni peninga og eitt er víst að ekki fær maður mikið af því til baka nema vera skildi í hamingju yfir vel höldnu fé.
Nú hefur það tíðkast frá örófi alda að senda fé á fjall að sumri. Beitin þar hefur það fjölbreytta flóru að ekki fæst slíkt heima við bæ. En sagan er ekki öll sögð þar, það þarf líka að sækja féð að hausti og aðskilja hvert frá öðru svo allir fái nú sitt fé heim. Það kostar líka peninga. Hingað til hefur fasteignagjöld jarða farið í viðhald á réttum, afréttum og því að ná fénu niður. Einnig borgar hver fjárbóndi 400 krónur á haus, sama hvort sá haus fari á fjall eða ei. Nú er sú tíðin að erfitt er að fá mannskap til að sækja féð og leitir gjarnan mannaðar með ókunnugum mannskap sem á í fullt í fangi með að villast ekki þarna uppi og er oft hending að það finni féð í leiðinni. Við fjárbændur erum deyjandi stétt og erum við of fá til að gera þetta ein. En sitt sýnist hverjum í þessu máli, sem og í öðru. Mitt mat er það að girða eigi afrétti þannig að fjárheldir séu og jafnvel minka þá og auðvelda þannig leit. Einnig tel ég mikilvægt að tekið sé tillit til breyttra aðstæðna í fjárbúskap ekki bara gera þetta eins og afi gerði það því það reyndist svo helvíti gott allt hjá kallinum. Fækka þarf leitum og manna öðruvísi, banna vín og á þeim sem sést á vín á að reka heim, það þarf að hafa vit í kollinum til að fara um erfitt fjalllendi jafnt gangandi sem á hestum. Skipuleggja leitina vel fyrir fram, halda fundi þar sem vel er farið yfir kort og leiðir fyrir leitir þannig allir viti hvað þeir eigi að gera hverju sinni.
Ég veit að það eru margir ósammála mér í þessu, þá sérstaklega með girða afrétti. Mótrök eru að ekki sé til fé (peningar) til að girða og halda þeim við, ekki þurfi nema einn snjóavetur til að girðingar séu mikið eða með öllu ónýtar. Mín rök eru að á 21 öldinni þegar við getum hringt til afríku úr bílnum okkar án þess svo mikið sem halda á símanum þá hlýtur að vera hægt að girða eina fjandans girðingu svo vel megi heita. T.d. eru til sérstakar velti girðingar sem hægt er að velta við og leggja niður og svo bara smelltar upp aftur, þær geta nýst vel uppi á fjöllum, velta þeim niður að hausti að leit lokinni þannig að þær liggi og sligist þar að leiðandi ekki niður undir snjóþunga og smella þeim svo aftur upp á vori áður en keyrt er á fjall.
Við sem eigum féð hljótum að vera ábyrg fyrir því, það erum jú við sem eigum skepnurnar. Hitt er annað mál að hvert land er ábyrgt fyrir því að geta séð þegnum sínum farborða. Íslenskir bændur eru þeir sem skapa matvælin í landinu ásamt sjómönnum, við megum ekki gera okkur háð innfluttum matvörum. Það þarf ekki annað til en að Ísland einangrist að einhverju leiti til þess að við séum ósjálfbjarga. Það hlýtur að vera frumþörf að halda landbúnaði í landinu við. Því verður Íslenska ríkið að koma á móts við bændur á annan hátt en gert er í dag, til dæmis með að auka fé til sveitafélaga svo þau geti girt afrétti og smalað kindum svo vel megi heita.
Hugsið um það næst þegar þið fáið ykkur sunnudagssteikina að hún kom frá bónda sem stritaði í sveita síns andlits til að ÞÚ gætir borðað.
Lifið heil
Nú hefur það tíðkast frá örófi alda að senda fé á fjall að sumri. Beitin þar hefur það fjölbreytta flóru að ekki fæst slíkt heima við bæ. En sagan er ekki öll sögð þar, það þarf líka að sækja féð að hausti og aðskilja hvert frá öðru svo allir fái nú sitt fé heim. Það kostar líka peninga. Hingað til hefur fasteignagjöld jarða farið í viðhald á réttum, afréttum og því að ná fénu niður. Einnig borgar hver fjárbóndi 400 krónur á haus, sama hvort sá haus fari á fjall eða ei. Nú er sú tíðin að erfitt er að fá mannskap til að sækja féð og leitir gjarnan mannaðar með ókunnugum mannskap sem á í fullt í fangi með að villast ekki þarna uppi og er oft hending að það finni féð í leiðinni. Við fjárbændur erum deyjandi stétt og erum við of fá til að gera þetta ein. En sitt sýnist hverjum í þessu máli, sem og í öðru. Mitt mat er það að girða eigi afrétti þannig að fjárheldir séu og jafnvel minka þá og auðvelda þannig leit. Einnig tel ég mikilvægt að tekið sé tillit til breyttra aðstæðna í fjárbúskap ekki bara gera þetta eins og afi gerði það því það reyndist svo helvíti gott allt hjá kallinum. Fækka þarf leitum og manna öðruvísi, banna vín og á þeim sem sést á vín á að reka heim, það þarf að hafa vit í kollinum til að fara um erfitt fjalllendi jafnt gangandi sem á hestum. Skipuleggja leitina vel fyrir fram, halda fundi þar sem vel er farið yfir kort og leiðir fyrir leitir þannig allir viti hvað þeir eigi að gera hverju sinni.
Ég veit að það eru margir ósammála mér í þessu, þá sérstaklega með girða afrétti. Mótrök eru að ekki sé til fé (peningar) til að girða og halda þeim við, ekki þurfi nema einn snjóavetur til að girðingar séu mikið eða með öllu ónýtar. Mín rök eru að á 21 öldinni þegar við getum hringt til afríku úr bílnum okkar án þess svo mikið sem halda á símanum þá hlýtur að vera hægt að girða eina fjandans girðingu svo vel megi heita. T.d. eru til sérstakar velti girðingar sem hægt er að velta við og leggja niður og svo bara smelltar upp aftur, þær geta nýst vel uppi á fjöllum, velta þeim niður að hausti að leit lokinni þannig að þær liggi og sligist þar að leiðandi ekki niður undir snjóþunga og smella þeim svo aftur upp á vori áður en keyrt er á fjall.
Við sem eigum féð hljótum að vera ábyrg fyrir því, það erum jú við sem eigum skepnurnar. Hitt er annað mál að hvert land er ábyrgt fyrir því að geta séð þegnum sínum farborða. Íslenskir bændur eru þeir sem skapa matvælin í landinu ásamt sjómönnum, við megum ekki gera okkur háð innfluttum matvörum. Það þarf ekki annað til en að Ísland einangrist að einhverju leiti til þess að við séum ósjálfbjarga. Það hlýtur að vera frumþörf að halda landbúnaði í landinu við. Því verður Íslenska ríkið að koma á móts við bændur á annan hátt en gert er í dag, til dæmis með að auka fé til sveitafélaga svo þau geti girt afrétti og smalað kindum svo vel megi heita.
Hugsið um það næst þegar þið fáið ykkur sunnudagssteikina að hún kom frá bónda sem stritaði í sveita síns andlits til að ÞÚ gætir borðað.
Lifið heil