Stútfull helgi af plönum
Jebb ætli ég þurfi ekki að sofa allan mánudaginn til að hvíla mig eftir þessa helgi. Byrjaði í dag á að taka til nestið fyrir stór babyið mitt (Adam fyrir þá sem ekki voru að kveikja) en hann er eins og áður sagði að fara í leit fyrir okkur nú í kvöld. Í fyrramálið fara Sveinn og Binni í aðra leit upp á Bröttubrekku og þarf eitthvað nesta þá og svo býst ég við að ég kíki aðeins uppeftir með Arndísi og Palla þegar safnið kemur niður. Svo annað kvöld er bekkjarpartý hjá gamla Grunnskólabekknum mínum og lofaði ég í einhverju æðiskasti að taka gítarinn minn með en ég geri nú ekki mikið að því að spila í fjölmenni, legg það nú síður á fólk, en það eru kannski einhverjir flinkari en ég á staðnum sem geta þá bara spilað. Svo á Sunnudag þá brunum við krakkarnir suður til Reykjavíkur og ætlum þar að fara í afmælisveislu til hennar Erlu Hafrúnar sem verður 3 ára 3 október næst komandi. En Sveinn ætlar í Múlaleit en hún er víst þann dag en ekki á laugardag einsog við fyrst héldum. Ég þarf nú að gefa honum eitthvað nesti þangað.
En það er svo skemmtilegt þegar er nóg að gera og hlakka ég því til helgarinnar og vona að ég hitti fullt af skemmtilegu fólki bæði á laugardag og sunnudag.
Njótið helgarinnar krakkar mínir
Lifið heil
En það er svo skemmtilegt þegar er nóg að gera og hlakka ég því til helgarinnar og vona að ég hitti fullt af skemmtilegu fólki bæði á laugardag og sunnudag.
Njótið helgarinnar krakkar mínir
Lifið heil