Veikindi
Veikindi hafa herjað á okkur hér á Ferjubakka. Pallinn reið á vaðið og lá í 13 daga hvorki meira né minna í streptakokkum. Svo tók Binninn við fékk hið sama en lá nú ekki nema í 6 daga. Svo í morgun vaknaði húsfreyjan sjálf með eymsli í hálsi og stein liggur hún nú í bæli sínu með hita og beinverki og með fylgjandi aumingjaskap og hef ég sent minn elskulega eiginmann út eftir ís handa mér (svo ég lýti ekki eins aumingjalega út þá þurfti hann hvort sem er að fara í Borgarnes eftir varahlutum í eðalvagninn sinn!!). En ég er á hraðferð í að láta mig batna því ég þarf að vera á tveim stöðum (fyrir utan þessa hefðbundnu)í vikunni og ætla ég mér að mæta þar, svo þeir sem búaast við mér í þessari viku þá mun ég mæta til ykkar ;).
Jæja ísinn kominn í hús og ætla ég að fara að gæða mér á honum og fara svo að sofa... "Heilsaðu öllum heima sem vilja kannast við mig.."
Lifið heil
Jæja ísinn kominn í hús og ætla ég að fara að gæða mér á honum og fara svo að sofa... "Heilsaðu öllum heima sem vilja kannast við mig.."
Lifið heil