Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

fimmtudagur, febrúar 21, 2008

Foreldrar

Mér finnst það hálf hjákátlegt að flokka ólíkt fólk einn flokk bara fyrir það eitt að þau eru öll foreldrar. Við erum öll misjöfn jafnt og við erum mörg bæði sem persónur og líka sem foreldrar. Við þekkjum þetta öll, við notum mismunandi uppeldisaðferðir, við höfum misjafnar reglur á heimilunum o.s.frv. Ég hef oft haldið því fram í starfi mínu sem vistforeldri að það er ekkert sem heitir barna og unglingavandamál heldur eingöngu til mismunandi foreldravandamál. Þú þarft ekki að fylla út nein eyðublöð né að sanna ágæti þitt sem manneskju áður en haldið er í barneignir. Ég tek því öllu með fyrirvara þegar er verið að tala um réttindalaust foreldri. Ég hef mikla samúð með réttindalausum foreldrum (forsjárlausum) en það er samt ástæða fyrir því að það er forsjárlaust. Er það mjög eðlilegt að foreldri sem fer með forsjá þurfi að gefa leyfi og samþykki ef sú ósk kemur fram hjá forsjárlausu foreldri um sameiginlega forsjá. Einnig þætti mér það mikilvægt ef það foreldri sem er að sækja um sameignlega forsjá gangist undir mat hjá félagsfræðingi eða sálfræðingi.

Þetta er oft mjög erfið mál því miklar tilfinningar spila þarna inn í. Margir foreldrar hafa gengið í gegnum erfiðan skilnað eða tryggðar og trúnaðar brestur hafi skapast á milli foreldra. Börnin upplifa þetta líka og getur haft varanleg áhrif á þau oft því miður til hins verra. Auðvita eiga foreldrar að geta umgengis börn sín og axlað þá ábyrgð sem því fylgir að vera foreldri hins vegar má oft líta á þessi mál líka á þann hátt að það er barninu fyrir bestu að umgangast ekki foreldri sitt.

Sem betur fer eru samt flestir prýðis foreldrar hvort þau séu í sambúð eða ekki og hafa þroska til að umgangast börn sín og barnsmóður/föður með vinsemd og virðingu með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. En það er einn og einn sem týnir sér í því að einblína á hluti sem eiga að skipta minna máli og fyrir það geldur barnið.
Foreldrar öxlum ábyrgð á velferð barna okkar og týnum okkur ekki í því sem skiptir minna máli!
Lifið heil

miðvikudagur, febrúar 20, 2008

Fallegt fólk


Fallegt fólk átti brúðkaupsafmæli í gær. Tölfræðin sagði að þau hefðu sigrað 30% þeirra sem gifta sig á Íslandi en það er víst fjöldin sem skilur fyrstu 3 ár hjónabandsins. Þetta fólk hélt sem sagt upp á 3 ára brúðkaupsafmæli sitt og héldu sæl inn í fjórða árið með því að fara inn að borða (skilgr. á að fara inn á borða er þessi; fátækt barnafólk sem er að koma yfir sig húsnæði en er svo heppið að halda skepnur eldar sjálft þetta fína lambalæri með öllu tilheyrandi og splæsir í ódýrustu rauðvínsflöskuna í ÁTVR og borðar kittkattkúlur í eftirrétt og horfir á DVD). Yndisleg rigning úti eftir langt og mikið frost, sem var samt yndislegt meðan á því stóð. Hlusta ég á rigninguna meðan ég skrifa þennan litla pistill (og svo ég verði enn væmnari) óska mínum heitt elskaða innilega til hamingju með að hafa átt mig svo lengi.
Lifið heil