Rólegur morgun
Sveinn ritar núna
Í morgun fékk ég að sofa út af því að mömmu fannst ég eitthvað þreytulegur í gær. Vaknaði hlæjandi í morgun mikið rosalega var það gott að vakna við það að mér fannst ég finna tárin verða að leka úr augunum því að ég hló svo mikið. Það var hún Unnur amma mín var svona fyndin að mér fannst í draumnum.
Í gær var samræmdur vera í vondu skapi dagur, allir að farast úr pirringi og vondu skapi. Binni er hálflasinn með einhvern hita og í einhverju leiðinda óþekktarkasti þessa daganna líklega út af því að hann er veikur. Var að segja það við Ollu í gær að við erum heppinn að þetta stendur yfirleitt bara í nokkra daga í einu svo er það bara búið og þá kemur þægi drengurinn okkar aftur. Svo eru kannski foreldrar sem börnin þeirra eru alltaf óþekk það væri ekki mjög gaman.
Í gærkveldi var hafist handa við að dæla vatni úr holunni eins og við köllum grunninn í Ráðagerði. Það gekk bara ótrúlega hratt fannst okkur Elíasi en fengum haugsuguna hans Summa lánaða því haugsugan okkar er biluð eða það er að segja dekkjafestin (Nafið). Það fást ekki varahlutir og því þarf líklega að smíða nýtt Naf og laga síðan felguna. Sugan hans Summa er ein sú fyrsta sem var flutt inn til landsins og ekki mjög stór eða bara tvö þúsund lítrar í staðinn fyrir 4 hjá okkur sem er reyndar ekki stórt því hef séð tank (aðeins öðruvísi en haugsuga) er 15000 lítrar. Við sáum vel hvað vatnið lækkað í gær en núna er bara rigning svo að vatnið er komið allt aftur og líklega bara meira en áður. Annars stefnir í að þetta verði rólegur dagur því að við pabbi nennum ekki að fara að girða í svona rigningu svo það verður ekki mikið gert í dag. Líklega er þetta komið gott í dag og ég fer að hætta þessu og bið ykkur bara vel að lifa eins og hann Stefán gerir alltaf.
Kveðjur frá Sveini.
Sveinn ritar núna
Í morgun fékk ég að sofa út af því að mömmu fannst ég eitthvað þreytulegur í gær. Vaknaði hlæjandi í morgun mikið rosalega var það gott að vakna við það að mér fannst ég finna tárin verða að leka úr augunum því að ég hló svo mikið. Það var hún Unnur amma mín var svona fyndin að mér fannst í draumnum.
Í gær var samræmdur vera í vondu skapi dagur, allir að farast úr pirringi og vondu skapi. Binni er hálflasinn með einhvern hita og í einhverju leiðinda óþekktarkasti þessa daganna líklega út af því að hann er veikur. Var að segja það við Ollu í gær að við erum heppinn að þetta stendur yfirleitt bara í nokkra daga í einu svo er það bara búið og þá kemur þægi drengurinn okkar aftur. Svo eru kannski foreldrar sem börnin þeirra eru alltaf óþekk það væri ekki mjög gaman.
Í gærkveldi var hafist handa við að dæla vatni úr holunni eins og við köllum grunninn í Ráðagerði. Það gekk bara ótrúlega hratt fannst okkur Elíasi en fengum haugsuguna hans Summa lánaða því haugsugan okkar er biluð eða það er að segja dekkjafestin (Nafið). Það fást ekki varahlutir og því þarf líklega að smíða nýtt Naf og laga síðan felguna. Sugan hans Summa er ein sú fyrsta sem var flutt inn til landsins og ekki mjög stór eða bara tvö þúsund lítrar í staðinn fyrir 4 hjá okkur sem er reyndar ekki stórt því hef séð tank (aðeins öðruvísi en haugsuga) er 15000 lítrar. Við sáum vel hvað vatnið lækkað í gær en núna er bara rigning svo að vatnið er komið allt aftur og líklega bara meira en áður. Annars stefnir í að þetta verði rólegur dagur því að við pabbi nennum ekki að fara að girða í svona rigningu svo það verður ekki mikið gert í dag. Líklega er þetta komið gott í dag og ég fer að hætta þessu og bið ykkur bara vel að lifa eins og hann Stefán gerir alltaf.
Kveðjur frá Sveini.