Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

föstudagur, nóvember 26, 2004

Góðan daginn
Í gær þá var það bara kæruleysi og fór ekki á fætur fyrr en klukkan var að vera tíu. Olla var veik í gær og treysti sér ekki að fara í skólann en var betri í dag og fór í skólann. Ég ætlaði að keyra skít í gær en fyrst ég þurfti að keyra binna í leikskólann og á sundleikjanámskeið og draga undan nasa þar á milli og hætti ég við að keyra skít. Fór í loftorku að sækja sag í gær þegar ég var búinn að fara með binna í leikskólann. Það var eiginlega fýluferð því að það rignir ofaní gáminn sem sagið fer í og það var allt frosið. Gerði eitthvað voða lítið fyrir utan að draga undan nasa og spjalla við Dúnu og Evu því þær komu í heimsókn til mömmu. Þegar ég var í fjósinu í gær var ég að velta því fyrir mér hvort ég ætti að keyra skít eða fara í nudd hjá tengdamömmu. Ég er eiginlega að drepast í hægri mjöðminni svo að ég þarf að gera eitthvað í því en það þarf líka að keyra skít og að lausnin var sú að ég vaknaði 6:15 og og fór í fjósið og gaf, mokaði flórinn og setti kerfið í gang fór svo heim. Það þarf einhver að vera inni með blessuðum börnunum. Planið er síðan að setja hestanna í réttina og keyra á hólfið þar sem þeir hafa verið. Það er stutt að fara og má vera þykkt lag af skít því að tún er ónýtt. Það er reyndar kominn hefð fyrir því að plönin mín ganga ekki eftir en það verður bara að koma í ljós.

Fjölskyldufréttir.
Arndís er alveg að fara að labba, hún getur staðið smá stund þegar hún hættir að styðja sig við hluti. Binni búið að vera með kvef undanfarið og hóstað mikið á nóttini en lítið á daginn. Núna þegar ég var að skrifa þetta tróð hann poppbaun upp í nefið á sér og hún festist þar. Hann rauk inni í eldhús og náði henni úr með einhverju og fékk síðan blóðnasir. Kjánaprik. Ollu gengur bara vel í skólanum var hæst í einhverju prófi um daginn
Unnur systir mín á síðan alveg að fara eiga sitt fyrsta barn núna um mánaðarmótin.

Bless
p.s það er í góðu lagi að gera athugasemdir við mál og stafsetningarvillur hjá mér.

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Tímaskortur
Ég er örugglega ekki einn um þá skoðun að það séu ekki nógu margir klukkutímar í sólarhringnum. Það liggur ekki við að maður komi því í verk sem maður þarf að gera og hvað þá sem mann langar til að gera. Verk sem er búið að bíða dágóðan tíma er að skipta um lok á safnkassanum mínum, það er bara ekki tími til þess. Rétt tekst að halda heimilinu snyrtilegu. Ég tek því ofan fyrir fólki sem getur unnið fulla vinnu og séð um heimilli líka. Það getur verið að það fólk láti þá börnin sín allast að mestu leiti upp á stofnunum (dagmömmum,leikskólum og skólum). Það er margt fleira sem virðist ekki vera tími til eins og að þvo í fjósinu og smíða þar skáp. Að saga niður eldivið og að vinna í skemmunni hefur líka þurft að bíða. Það sem hefur kannski beðið hvað lengst er að laga gamlan grjótgarð fyrir mömmu. Tengdamamma hefur líka beðið í allt sumar efir að fá gróðurskýli og lagað í kringum pottinn hjá sér. Líklega þarf maður bara að vakna alla morgna 06:15 eins og gerir þegar ég þarf að fara í fjós á morgnana núna því að þá þarf ég að vera kominn inn áður en olla fer í skólann. Þá er þessi tíma búinn þarf að fara finna að hádegismat því að mamma er ekki heima og þá er ekki matur uppi. Stærsti kosturinn því að búa á hótel mömmu er að þurfa ekki að finna sér hádegismat.

Bless að sjáumst síðar.

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Hæ hæ
Jæja þá er ég kominn aftur að blogga og í þetta skiptið þá er það á nýju tölvuna því olla þurfti hana ekki í skólann í dag. Við fengum okkur örbylgjuloftnet um daginn og það er algjör snilld að vísu virkaði það eitthvað illa í gær en þá hafði eitthvað bilað á Akureyri. Það hinsvegar ekki sambærilegur hraði á svona sambandi og venjulegri símalínu. Núna er ég til dæmis að hlusta á Hvannadalsbræður á tónlist.is sem eru algjör gargandi hoppandi snilld. Textarnir eru meiriháttar hjá þessum drengjunum.
Hér er svo sem kannski ekki mikið að frétta, bara svona þetta daglega sem maður þarf að gera alla daga, fara í fjós og taka til eftir börnin hennar ollu eða eigum við að hafa það börnin okkar ollu. Setja í uppþvotta og og þvottavél og svo framvegis.
Það hafa verið mikla pælingar um það hvort við ættum að taka að okkur garðslátt á Hvammi næsta sumar og það er komið jákvætt svar við því. Jæja nú er ég að verða búinn að hlusta á öll lögin með þeim bræðrum og þá ætla ég að drífa mig út og gefa rollunum okkar ollu og sópa að beljunum.
Bið ykkur vel að lifa og kynnið ykkur Hvanndalsbræður því þeir eru snilld eins og raggi risi og konráð hafa sagt á sínum síðum einhvern tíma fyrir löngu síðan.

bless bless
Sveinn