Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

laugardagur, ágúst 25, 2007

You call me a boy though I tray to be a man..


Þroski, við þroskum víst öll á misjöfnum hraða þó. Þegar ég var 15 var það upplifun og merki um 'ótrúlegan' þroska að eiga vini sem væru yfir 20 og voru þeirra tíma vinir mínir allir mun eldri en ég. Seinna áttaði ég mig á því að það skiptir ekki hvað fólk er gamalt, að vera vinur þýðir í raun allt annað, eitthvað sem er í svo löngu máli að það er efni í allt annan pistil. Ég upplifi mig ekki gamla, ég upplifi mig alltaf mjög unga, í raun er ég alltaf að bíða eftir deginum sem ég verð fullorðin. Þegar ég var 15 var ég viss um að það væri dagurinn sem ég yrði 17 og þegar ég varð svo 'loks' 17 var ég viss um að ég yrði fullorðin 20 þegar ég mætti versla í ríkinu. Kannski varð ég mest fullorðin þegar ég átti fyrsta barnið mitt alein og vissi ekkert hvað ég væri að fara útí vissi bara að ég átti þetta barn og fyrir hann þyrfti ég að standa mig. En í dag á ég þrjú börn og er enn ekki orðin fullorðin kannski er það þroski að ég er hætt að bíða eftir því.

Ég vona að börnin mín verði ekki jafn vitlaus og ég og bíði hálfa ævina eftir að vera eitthvað annað en þau eru akkúrat þá stundina. Ég einnig óska öllum þess sama, hættum að bíða eftir 'betri' tíð, verum við, núna í dag.
Lifið heil

fimmtudagur, ágúst 23, 2007

Haustrigning


Já hinar árlegu haustlægðir eru komnar með tilheyrandi sunnanátt og rigningu. Við fögnum því sem bændur því svörðurinn sem þjáðst hefur af þurrki vöknar og drekkur í sig guðaveigar. Einnig fagna "vinir mínir" veiðimennirnir því okkar mis-gjöfulu veiðiár vaxa og vaxa og laxinn sem haldið hefur í sér í allt sumar kemst loks upp á uppeldisstöðvar sínar til að hrygna. Verst þótti mér að netið mitt tók út í lögninni í fyrra og gat ég því ekki nýtt mér laxinn um 20 ágúst einsog vinur minn Keli í Koti. Gat ég þó hrætt veiðimennina með því að bændur mættu leggja net sín eftir 20 ágúst og hlakkaði í púkanum í mér þegar ég sá þá fölna upp af hræðslu og viðbjóði yfir því að dýri laxinn þeirra myndi enda sem hversdagsmatur á borði "fáfróðra" bænda. Deildi ég þessum brandara með síungri móður minni sem fölnaði jafn mikið upp og vinir hennar veiðimennirnir og sagði húna með alvöru þunga blaðamannsins í röddinni "Olla mína þú mátt ekki segja hvað sem er við veiðimennina, þeir eru svo viðkvæmir". Já sem sagt sannleikurinn er ekki alltaf sagna bestur og oft má satt kyrrt liggja svo veiðamannagreyin komi aftur næsta ár og eyði peningunum sínum hér. Eða hvað? Veit ekki betur en að stangaveiðifélag Reykjavíkur hafi samið svo um að netalögnin væri tekin upp fram að 20 ágúst, ef þeir vilja að við dýfum ekki netum okkar í Hvítá eftir þann tíma verða þeir bara að borga fyrir það. Þannig gerast kaupin á eyrinni.

Haustrigning gerir fleira en að kæta bændur með þurran svörð og veiðimenn með þurrar ár. Hún einnig þvær sumarið af okkur og boðar okkur nýa tíma. Skólaárið byrjar, vinna byrjar aftur eftir sumarfrí, fé kemur heim af fjalli og bóndinn kætist yfir fallegum skjátum sínum. Kýr fara út í síðustu skipti í ár svo nytina rigni ekki úr þeim og blúsaðar húsmæður kætast yfir myrkrinu og fegurðinni sem fólgin er í hreinsun regnsins. Nostalgía haustsins er í algleymingi (einsog ein góð vinkona mína orðaði það).
Ég ætla að nota þennan tíma sem best og kveikja á kertum og eiga rómantísk kvöld með sólsetri og ljósaskiptum með mínum heitt elskaða og kenna börnunum mínum að meta þennan árstíma.

Ég vona að þið gerið slíkt hið sama, verið góð við hvort annað (jafnvel líka veiðimenn).
Lifið heil

miðvikudagur, ágúst 22, 2007

Þýtur í laufi...


Það er haust í lofti. Ég er óskaplega glöð með það ég er mikil haustmanneskja. Keyrði til Reykjavíkur um daginn og sá að laufin eru að byrja að breyta um lit í Hafnarskógi. Við rákum kindurnar okkar úr sumarhaganum í gærkvöldi í blíðskaparveðri, ég kveikti undir kjötsúpunni, klæddi mig í pollagallann, setti Pál á bakið í þar til gerðan göngustól og arkaði svo af stað með mínum ekta manni, börnum, föður og litla bró. Skemmst er frá því að segja að þetta gekk einsog í sögu og mikið assgoti er safnið fallegt, kemur vel haldið úr engjunum. Þær nánast hlupu sjálfar beina leið í hána inn á túnum og liggja þar nú í vellystingum. Svo komu allir heim og gæddu sér á kjötsúpu og óskuðu sér þess bæði í hljóði og upphátt að allar smalamennskur væru svona auðveldar.
Grétar í Höll kom svo nú í dag og er að moka í þessum töluðum (skrifuðum) upp úr réttinni og upp úr skurðinum á Brunnflötunum. Ætlum ekki að lenda í því sama og gerðist í vor þegar allt varð að drullusvaði og er því verið að koma fyrir drenlögn og afstífla skurðina.

Ég hef verið að vinna mikið síðustu daga og verð áfram fram eftir vikunni, enda getur maður alltaf notað peningana s.b. síðustu færslu frá mér. En er svolítið skúffuð yfir því að vera vinna meðan Sveinn er í sumarfríi en það verður víst svo að vera og er eitt gott í því, ég þarf þá ekki að níðast á mínum nánustu með barnapössun. Talandi aftur um haustið þá byrjar skólin hjá B.H.S núna á mánudag og A.I.S og P.K.S byrja núna fyrsta september í leikskólanum. Ég byrja svo vonandi í nýrri vinnu nú í september eða byrjun október og hentar hún ágætlega með búskapnum, verð ég þó áfram í aðstoð hjá ömmu annan hvern fimmtudag og eins aðrakvora helgi verðum við með aukabarn einsog í fyrra vetur. Svo verður maður nú að hafa tíma í haustverkin, bjúgna- og slátursgerð hökkun og úrbeiningu og allt sem því fylgir.

Ég læt svo fylgja með mynd af Hafnarfjallinu mínu í hauststillunum og kvöldsólinni
Lifið heil

sunnudagur, ágúst 19, 2007

You better start swimming or you sink like a stone...

...'cos time's they are cheanging. Hvað er málið með þjóðfélag mannanna í dag? Allir trúa því að hamingjan sé fólgin í peningum, dýrari hlutum og velmegun. Til þess að geta sýnst útá við steypir fólk sér í gríðarlegar skuldir, yfirdráttarheimildir blómstra og gerir ríka bankaeigendur enn ríkari. Algengar upphæðir venjulegs fjölskyldufólks í yfirdrætti eru frá 500 þús. til 3-4 milljóna. Fólk kyrjar sig í svefn á kvöldin "hey misster tamborine man play a song for me, I´m not sleeping and there aint no place I´m going to....". Allir eru á velmegunarfylleríi og vona að í dag sé ekki dagurinn sem þau vakna með hræðilega þynnku og missa allt sem þau eiga alls ekki.
Ég fjárfesti í húskofa fyrir tveim árum síðan. Hann var á viðráðanlegu verði og Kaupþingbanki vildi endilega lána mér fyrir honum, að mestu leyti á vöxtum sem þóttu þá þeir bestu í landinu. Síðan þá hef ég borgað samviskusamlega um hver mánaðarmót, og aldrei orðið of sein með afborgun, vel á fjórða tugþúsund. Samt hefur lánið mitt ekkert minkað ekki einu sinni staðið í stað heldur vaxið jafnt og þétt og er nú svo komið að það er um 800 þús. hærra en það var daginn sem ég tók það. Ég og minn ekta maki höfum þó verið skynsöm í fjárfestingum og erum ekki með yfirdrátt né skuldum við annað, við erum vakandi fyrir því að einn daginn kemur að skuldadögum og þeir peningar sem við eyðum þurfum við að vinna fyrir áður en við getum eytt þeim. Því get ég ekki skilið að fólk hafi hreinlega samvisku í það að eyða og eyða einhverju sem þau eiga ekki og munu bara alls ekki geta borgað.
Evrópubankinn er að lána, um þessar mundir, bönkum í Evrópu gríðarlega mikið lausafé því eiginfjárstaða þessa banka er svo slæm því þeir eru búnir að lána fólki svo mikla peninga sem geta aldrei greitt það til baka. Ef Evrópubanki gerði þetta ekki mindi sama gerast núna (og væri að gerast núna as we speak)og gerðist 1929 þegar verðbréfahrunið mikla var á Wallstreet. Sem sagt það yrði heimskreppa! Það er ekki út af engu sem menn sem hafa eitthvað á milli eyrnanna eru að segja fólki að vakna og hætta að eyða peningum sem það á ekki.

Hættum að láta tamborine mennina stjórna lífi okkar.
Lifið heil